Blinda augað Eyjólfur Þorkelsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Er heilbrigðiskerfið ekki dýrt? Launakostnaður of mikill? Þarf ekki að skera niður útgjöld? Allt of lengi hefur umræða innan þings og utan um heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstéttir verið bjöguð í meira lagi. Allt of lengi hefur verið einblínt á hvað kerfið kostar, hversu mannfrekt það er og skelfilegar launakröfur þeirra sem telja sig of góða til að framfleyta fjölskyldunni á hugsjón og ánægju einni saman. Auðvitað skiptir máli hvernig fjármunir eru nýttir sem lagðir eru inn í heilbrigðiskerfið. En þegar einblínt er á kostnaðinn en blinda auganu snúið að framlegðinni, er nema von að heildarsýnin verði bjöguð? Röng? Oft gleymist að heilbrigðisþjónusta er ekki bara þjónusta, heldur iðnaður. Hún framleiðir hagnað og virðisauka - mannslífa. Hún mælist kannski illa sem hluti af vergri landsframleiðslu en var það ekki Robert Kennedy sem kvað verga landsframleiðslu mæla allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því? Hugleiðum hvernig líf okkar og samfélag væri nyti heilbrigðisþjónustu ekki við. Hvers við færum á mis. Því þegar barn heldur heyrninni og málinu eftir endurteknar eyrnabólgur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar fjölskylduföður batnar af þunglyndi eða áfengissýki - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar amma og afi halda sjóninni eða fá hana aftur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Við hjálpum fólki og hjálpum því að hjálpa sér. Við styðjum, við styrkjum, við læknum. Við framleiðum heilsu. Vegna okkar skila einstaklingar þjóðarinnar meiru til fjölskyldu og samfélags; efnahagslega, félagslega og menningarlega. Slæmt er að blinda augað sér ekki gæðin sem koma úr heilbrigðiskerfinu. Verra er að blinda augað sér ekki óveðursskýin hrannast upp, rétt eins og fyrir bankahrun. Blinda augað sér ekki að fjöldi almennra lækna á LSH er hættulega lágur eftir um 20% niðurskurð á einu ári. Blinda augað sér ekki að læknar sækja ekki um lausar stöður. Blinda augað sér ekki að læknar fara nú fyrr út til sérnáms og snúa ekki heim að því loknu. Blinda augað sér ekki að læknum fækkar og fækkar og fækkar … Er blinda augað blint eða bara lokað? Hvort heldur, þá virðist erfitt að lækna það. En kannski þarf ekki lækna til þess að lækna blinda augað - heldur einmitt það að enginn læknir verði eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Er heilbrigðiskerfið ekki dýrt? Launakostnaður of mikill? Þarf ekki að skera niður útgjöld? Allt of lengi hefur umræða innan þings og utan um heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstéttir verið bjöguð í meira lagi. Allt of lengi hefur verið einblínt á hvað kerfið kostar, hversu mannfrekt það er og skelfilegar launakröfur þeirra sem telja sig of góða til að framfleyta fjölskyldunni á hugsjón og ánægju einni saman. Auðvitað skiptir máli hvernig fjármunir eru nýttir sem lagðir eru inn í heilbrigðiskerfið. En þegar einblínt er á kostnaðinn en blinda auganu snúið að framlegðinni, er nema von að heildarsýnin verði bjöguð? Röng? Oft gleymist að heilbrigðisþjónusta er ekki bara þjónusta, heldur iðnaður. Hún framleiðir hagnað og virðisauka - mannslífa. Hún mælist kannski illa sem hluti af vergri landsframleiðslu en var það ekki Robert Kennedy sem kvað verga landsframleiðslu mæla allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því? Hugleiðum hvernig líf okkar og samfélag væri nyti heilbrigðisþjónustu ekki við. Hvers við færum á mis. Því þegar barn heldur heyrninni og málinu eftir endurteknar eyrnabólgur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar fjölskylduföður batnar af þunglyndi eða áfengissýki - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar amma og afi halda sjóninni eða fá hana aftur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Við hjálpum fólki og hjálpum því að hjálpa sér. Við styðjum, við styrkjum, við læknum. Við framleiðum heilsu. Vegna okkar skila einstaklingar þjóðarinnar meiru til fjölskyldu og samfélags; efnahagslega, félagslega og menningarlega. Slæmt er að blinda augað sér ekki gæðin sem koma úr heilbrigðiskerfinu. Verra er að blinda augað sér ekki óveðursskýin hrannast upp, rétt eins og fyrir bankahrun. Blinda augað sér ekki að fjöldi almennra lækna á LSH er hættulega lágur eftir um 20% niðurskurð á einu ári. Blinda augað sér ekki að læknar sækja ekki um lausar stöður. Blinda augað sér ekki að læknar fara nú fyrr út til sérnáms og snúa ekki heim að því loknu. Blinda augað sér ekki að læknum fækkar og fækkar og fækkar … Er blinda augað blint eða bara lokað? Hvort heldur, þá virðist erfitt að lækna það. En kannski þarf ekki lækna til þess að lækna blinda augað - heldur einmitt það að enginn læknir verði eftir.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar