Innlent

Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn fallinn

Lokatölur eru komnar í Kópavogi. Nokkrar breytingar urðu frá fyrstu tölum og náði Framsóknarflokkurinn inn sínum manni sem var úti í fyrstu tölum. Sá maður fór inn á kostnað annars manns hjá Næst besta flokknum, sem fær þá einn mann enn ekki tvo. Sjálfstæðismenn fá fjóra menn í bæjarstjórn, Samfylkingin þrjá og Y-listinn kom manni inn, eins og Vinstri grænir.

Þetta þýðir að meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar er fallinn.




Tengdar fréttir

Fyrstu tölur í RVK: Besti flokkurinn með sex menn

Fyrstu tölur eru komnar í hús í Reykjavík og Besti flokkurinn hefur fengið 8000 atkvæði og sex menn kjörna miðað við þetta. Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fimm mönnum og Samfylkingin fær fjóra. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×