Innlent

Gjóska 30 til 40 metrar á þykkt

Gjóskan  á gígbörmum er orðin tugir metra á þykkt.
Gjóskan á gígbörmum er orðin tugir metra á þykkt.

Gjóskan á börmum austurgíganna í Eyjafjallajökli mældist í fyrradag 30 til 40 metra þykk. Þá tóku starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans stöðu á gosinu.

Miklir gufumekkir stóðu upp úr gígunum og einstaka smáar sprengingar heyrðust, sem í var aska. Mikið hviss var í gígnum sem bendir til hvera eða afgösunarvirkni, að því er kemur fram í stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar. Megn brennisteinsfýla var á gígbörmum og óróinn hafði verið mjög svipaður alla vikuna.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×