Skoðun

Afhverju ættirðu að kjósa mig?

Sigurvin Jónsson skrifar

Þegar ég ákvað gefa kost á mér til stjórnlagaþings vildi ég gefa fólki kost á því að hafa ekki aðeins val um fræðimenn. Ég er íslenskur alþýðumaður sem berst í barnauppeldi og búskap og veit því nákvæmlega um hvað lífið snýst. stjórnarskráin er fyrir alla.

Mér finnst hlutur landsbyggðarinnar rýr meðal frambjóðenda. Það er afar mikilvægt að raddir hennar verði á þinginu. Mín aðal baráttumál eru Náttúra og auðlindir landsins eiga að vera óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Breytt stjórnskip, ráðherrar eiga ekki að sitja á þingi.svo vil ég skilyrðislaust ákvæði um verndun íslenskrar tungu.Gefum börnunum okkar eitthvað til að erfa.

Ég hvet fólk til að mæta á kjörstað og sýna að þeim er annt um framtíð lands og þjóðar.

Lifið heil










Skoðun

Sjá meira


×