Hvenær kemur pabbi heim? Guðmundur Karl Einarsson skrifar 22. desember 2010 05:30 Var það nokkuð pabbi sem maðurinn í útvarpinu var að tala um þegar ölvaður bílstjóri olli slysi og báðir bílstjórarnir liggja nú á spítalanum? Mamma hvenær kemur hann heim?" Nú þegar jólin nálgast eykst verulega hætta á ölvunarakstri í umferðinni. Tölur lögreglu segja það mjög skýrt. Nánast daglega heyrast fregnir af því að ökumenn hafi verið teknir undir áhrifum. Það hefur aukist að fólk fari á jólahlaðborð og fái sér bjór eða annað áfengt með matnum og aki svo heim á eftir. „Þetta var nú bara kannski einn eða tveir, það hlýtur að vera í lagi, ég er örugglega undir mörkunum," má heyra stundum. Sá misskilningur hefur ríkt meðal margra ökumanna að í lagi sé að aka þó lítið magn áfengis sé í blóði, bara ef það er undir 0,5 prómillum. Rétt er að refsimörkin miðast við 0,5 prómill en ökumaður sem stöðvaður er með 0,3 eða 0,4 prómill er engu að síður að brjóta umferðarlögin sem segja að bannað sé að aka undir áhrifum. Lögreglan stöðvar slíkan akstur líka. Við hvað miðum við, þegar við teljum að við séum „edrú"? Margir miða við áfengisáhrifin og hafa kannski lítið annað til að miða við. Áfengisáhrifin eru hins vegar mjög slæm leið til að miða við. Einstaklingur sem drekkur tvo bjóra með mat, finnur e.t.v. ekki mikið á sér, en ef lögreglan stöðvar hann er ekki ólíklegt að það mælist 0,8 prómill eða meira í blóði. Ef sami einstaklingur þambar þessa tvo bjóra á fastandi maga finnur hann vel á sér, en ef lögreglan stöðvar hann mælist sama magn áfengis, það er bara að hafa sterkari áhrif á einstaklinginn. Sami einstaklingur getur lagt sig í 2-3 tíma og áfengisáhrifin hverfa. Hann telur sig vera tilbúinn til að aka en hann áttar sig ekki á því að lifrin, sem sér um að vinna áfengið úr blóðinu aftur, vinnur alltaf á sama hraða og getur verið 6-8 klst. eftir atvikum að ná þessu áfengi úr blóðinu. Viðkomandi er því enn undir áhrifum þegar hann vaknar. Ef drukkið er meira en þessir tveir bjórar er eina leiðin að bíða nógu lengi. Gera má ráð fyrir að meðalþung manneskja sem innbyrt hefur kippu af bjór geti verið 10-15 klst. að verða edrú. Hafi viðkomandi hætt að drekka um miðnætti er ekki öruggt að fara að keyra fyrr en kl. 15 daginn eftir. Þeir sem ætla að neyta áfengis ættu að skipuleggja fyrir fram hvernig þeir ætla að komast heim, ekki fara á bílnum, því dómgreindin hefur minnkað verulega þegar veitingastaðurinn er kvaddur og hættan á að setjast undir stýri er enn meiri. kilja lyklana og bílinn eftir heima. Gefa sér nægan tíma áður en farið er af stað aftur. En fyrst og fremst þarf að taka þá ákvörðun og stimpla hana vel inn í minnið að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. Ef undirmeðvitundin hefur verið forrituð með þeim hætti er meiri möguleiki á að við freistumst ekki til að aka undir áhrifum. Njótum jólanna og komum heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Var það nokkuð pabbi sem maðurinn í útvarpinu var að tala um þegar ölvaður bílstjóri olli slysi og báðir bílstjórarnir liggja nú á spítalanum? Mamma hvenær kemur hann heim?" Nú þegar jólin nálgast eykst verulega hætta á ölvunarakstri í umferðinni. Tölur lögreglu segja það mjög skýrt. Nánast daglega heyrast fregnir af því að ökumenn hafi verið teknir undir áhrifum. Það hefur aukist að fólk fari á jólahlaðborð og fái sér bjór eða annað áfengt með matnum og aki svo heim á eftir. „Þetta var nú bara kannski einn eða tveir, það hlýtur að vera í lagi, ég er örugglega undir mörkunum," má heyra stundum. Sá misskilningur hefur ríkt meðal margra ökumanna að í lagi sé að aka þó lítið magn áfengis sé í blóði, bara ef það er undir 0,5 prómillum. Rétt er að refsimörkin miðast við 0,5 prómill en ökumaður sem stöðvaður er með 0,3 eða 0,4 prómill er engu að síður að brjóta umferðarlögin sem segja að bannað sé að aka undir áhrifum. Lögreglan stöðvar slíkan akstur líka. Við hvað miðum við, þegar við teljum að við séum „edrú"? Margir miða við áfengisáhrifin og hafa kannski lítið annað til að miða við. Áfengisáhrifin eru hins vegar mjög slæm leið til að miða við. Einstaklingur sem drekkur tvo bjóra með mat, finnur e.t.v. ekki mikið á sér, en ef lögreglan stöðvar hann er ekki ólíklegt að það mælist 0,8 prómill eða meira í blóði. Ef sami einstaklingur þambar þessa tvo bjóra á fastandi maga finnur hann vel á sér, en ef lögreglan stöðvar hann mælist sama magn áfengis, það er bara að hafa sterkari áhrif á einstaklinginn. Sami einstaklingur getur lagt sig í 2-3 tíma og áfengisáhrifin hverfa. Hann telur sig vera tilbúinn til að aka en hann áttar sig ekki á því að lifrin, sem sér um að vinna áfengið úr blóðinu aftur, vinnur alltaf á sama hraða og getur verið 6-8 klst. eftir atvikum að ná þessu áfengi úr blóðinu. Viðkomandi er því enn undir áhrifum þegar hann vaknar. Ef drukkið er meira en þessir tveir bjórar er eina leiðin að bíða nógu lengi. Gera má ráð fyrir að meðalþung manneskja sem innbyrt hefur kippu af bjór geti verið 10-15 klst. að verða edrú. Hafi viðkomandi hætt að drekka um miðnætti er ekki öruggt að fara að keyra fyrr en kl. 15 daginn eftir. Þeir sem ætla að neyta áfengis ættu að skipuleggja fyrir fram hvernig þeir ætla að komast heim, ekki fara á bílnum, því dómgreindin hefur minnkað verulega þegar veitingastaðurinn er kvaddur og hættan á að setjast undir stýri er enn meiri. kilja lyklana og bílinn eftir heima. Gefa sér nægan tíma áður en farið er af stað aftur. En fyrst og fremst þarf að taka þá ákvörðun og stimpla hana vel inn í minnið að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. Ef undirmeðvitundin hefur verið forrituð með þeim hætti er meiri möguleiki á að við freistumst ekki til að aka undir áhrifum. Njótum jólanna og komum heil heim.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar