Hvað má framboð kosta? Ný nálgun, ný hugsun 26. nóvember 2010 13:29 Hugmyndaauðgi og löngun til að láta gott af sér leiða fer ekki eftir þykkt buddunnar. Réttlætiskennd og dómgreind eykst ekki í réttu hlutfalli við bankainnistæður. Einstæðar mæður með grunnskólamenntun eiga jafnmikið erindi á löggjafarþing eða stjórnlagaþing eins og vel menntaðir miðaldra karlar, svo gripið sé til alkunnra staðalímynda. Þátttaka í lýðræði má ekki og á ekki að hafa verðmiða. Annars er það ekki lýðræði heldur auðræði. Slík tilraun fór fram síðasta áratug og niðurstaðan liggur fyrir í rannsóknarskýrslu Alþingis. Rúmlega 500 Íslendingar hafa nú boðið sig fram til setu á stjórnlagaþingi. Þetta er mislitur hópur, bæði að hvað varðar skoðanir og þykkt buddunnar. Nú liggur fyrir að hluti hópsins hefur keypt auglýsingar í einhverjum mæli. Stærsti hlutinn hinsvegar hefur ekki og ætlar ekki að eyða upphæðum í keyptar auglýsingar. Það verður svo athyglisvert að sjá fylgnina milli auglýsingakaupa og árangurs í kosningunum. En hvað má framboð kosta? Hvar drögum við mörkin til að allir og þá meina ég ALLIR hafi möguleika á þátttöku í lýðræðinu á jafnréttisgrundvelli? Alltof margir Íslendingar eru með tekjur rétt við svonefnd lágtekjumörk sem eru um 160 þúsund krónur á mánuði. Hvernig eiga þeir að fjármagna framboð? Á móti kemur að bara það að hringja í vini sína til að afla stuðnings kostar pening. Ljósritun dreifimiða kostar pening. Þannig að framboð mun alltaf kosta einhvern pening. Ég geri það að tillögu minni að kostnaður einstaklings sem vill bjóða sig fram til starfa í þágu þjóðarinnar fari ekki upp fyrir 50% af skilgreindum lágtekjumörkum á hverjum tíma. Það er um 80 þúsund krónur. Til að hækka þessi mörk yrði einnig að hækka lágtekjumörkin. Á móti kæmi að einstaklingum og félagasamtökum yrði frjálst að styrkja framboð en öll slík framlög færu til landskjörstjórnar eða kjörstjórnar á hverjum stað sem notaði féð til að kynna málefni og skoðanir frambjóðenda á prenti, í sjónvarpi og á vef og tryggði þannig að allar skoðanir og hugmyndir fái að viðrast óháð fjárhagsstöðu frambjóðenda. Það er þegar vísir að þessu með kynningarblaði og vef landskjörstjórnar vegna stjórnlagaþingsins. Til að auka áhuga á að styrkja framboð mætti hugsa sér að þeir sem leggja til fé fái skattaívilnun, t.d. 10% af framlögðu fé í skattafrádrátt. Ríkisendurskoðun myndi svo annast eftirlitið með þessari framkvæmd. Þessi leið er vel fær, hún er réttlát og hún er lýðræðisleg. Hún yrði til höfuðs flokksmaskínunum og kosningavélunum, hún gerði útaf við ungliðauppeldið í flokkunum og losaði okkur endanlega við ömurlega birtingarmynd auðræðisins sem keyrði framúr hófi í fjáraustrinum í kosningunum 2007. Hvernig líst ykkur á þetta? Ég mun ekki kaupa auglýsingar og kostnaður minn vegna framboðs míns til stjórnlagaþingsins er um 50.000 krónur og mun ekki aukast frekar (sjá sundurliðun á www.2018.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hugmyndaauðgi og löngun til að láta gott af sér leiða fer ekki eftir þykkt buddunnar. Réttlætiskennd og dómgreind eykst ekki í réttu hlutfalli við bankainnistæður. Einstæðar mæður með grunnskólamenntun eiga jafnmikið erindi á löggjafarþing eða stjórnlagaþing eins og vel menntaðir miðaldra karlar, svo gripið sé til alkunnra staðalímynda. Þátttaka í lýðræði má ekki og á ekki að hafa verðmiða. Annars er það ekki lýðræði heldur auðræði. Slík tilraun fór fram síðasta áratug og niðurstaðan liggur fyrir í rannsóknarskýrslu Alþingis. Rúmlega 500 Íslendingar hafa nú boðið sig fram til setu á stjórnlagaþingi. Þetta er mislitur hópur, bæði að hvað varðar skoðanir og þykkt buddunnar. Nú liggur fyrir að hluti hópsins hefur keypt auglýsingar í einhverjum mæli. Stærsti hlutinn hinsvegar hefur ekki og ætlar ekki að eyða upphæðum í keyptar auglýsingar. Það verður svo athyglisvert að sjá fylgnina milli auglýsingakaupa og árangurs í kosningunum. En hvað má framboð kosta? Hvar drögum við mörkin til að allir og þá meina ég ALLIR hafi möguleika á þátttöku í lýðræðinu á jafnréttisgrundvelli? Alltof margir Íslendingar eru með tekjur rétt við svonefnd lágtekjumörk sem eru um 160 þúsund krónur á mánuði. Hvernig eiga þeir að fjármagna framboð? Á móti kemur að bara það að hringja í vini sína til að afla stuðnings kostar pening. Ljósritun dreifimiða kostar pening. Þannig að framboð mun alltaf kosta einhvern pening. Ég geri það að tillögu minni að kostnaður einstaklings sem vill bjóða sig fram til starfa í þágu þjóðarinnar fari ekki upp fyrir 50% af skilgreindum lágtekjumörkum á hverjum tíma. Það er um 80 þúsund krónur. Til að hækka þessi mörk yrði einnig að hækka lágtekjumörkin. Á móti kæmi að einstaklingum og félagasamtökum yrði frjálst að styrkja framboð en öll slík framlög færu til landskjörstjórnar eða kjörstjórnar á hverjum stað sem notaði féð til að kynna málefni og skoðanir frambjóðenda á prenti, í sjónvarpi og á vef og tryggði þannig að allar skoðanir og hugmyndir fái að viðrast óháð fjárhagsstöðu frambjóðenda. Það er þegar vísir að þessu með kynningarblaði og vef landskjörstjórnar vegna stjórnlagaþingsins. Til að auka áhuga á að styrkja framboð mætti hugsa sér að þeir sem leggja til fé fái skattaívilnun, t.d. 10% af framlögðu fé í skattafrádrátt. Ríkisendurskoðun myndi svo annast eftirlitið með þessari framkvæmd. Þessi leið er vel fær, hún er réttlát og hún er lýðræðisleg. Hún yrði til höfuðs flokksmaskínunum og kosningavélunum, hún gerði útaf við ungliðauppeldið í flokkunum og losaði okkur endanlega við ömurlega birtingarmynd auðræðisins sem keyrði framúr hófi í fjáraustrinum í kosningunum 2007. Hvernig líst ykkur á þetta? Ég mun ekki kaupa auglýsingar og kostnaður minn vegna framboðs míns til stjórnlagaþingsins er um 50.000 krónur og mun ekki aukast frekar (sjá sundurliðun á www.2018.is).
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar