Samfélagshugsjónir afturhalds 18. aldar lifa áfram Gísli Gunnarsson skrifar 28. janúar 2010 10:35 Bjarni Halldórsson, sýslumaður og klausturhaldari að Þingeyrum (1703-1773) er meðal merkustu Íslendinga á 18. öld. Þegar Skúli Magnússon landfógeti krafðist frjálsrar verslunar í landinu um 1767, var ákveðnaðsti andstæðingur hans ekki einokunarkaupmaður heldur sýslumaður Húnvetninga, Bjarni Halldórsson. Hann vildi hafa einokunarverslunina áfram. Hann fékk meirihluta annarra íslenskra embættismanna til liðs við sig 1770, meðal annars þann tiltölulega unga amtmann og skjólstæðing sinn, Ólaf Stefánsson, síðar stiftamtmann. Rök Bjarna voru einkum þessi: Íslendingar væru allt of ósiðaðir og þekkingarsnauðir til að reka utanríkisverslun eða fara með peningaviðskipti. Auk þess eigi verslun ekki við skaplyndi Íslendinga sem væru hvekktir af sólarleysi og kulda; einnig gætu verslunarumsvif landsmanna verið til skaða fyrir jafnvægi bjargræðisveganna og minnkað möguleika góðbænda til að ráða til sín gott vinnufólk. Framtíðarsýn Bjarna var harla þjóðernissinnuð, sbr. þau orð hans að hann óskaði „einskis fremur en að landið mætti hafa áfram sín gömlu lög, sína gömlu siði og sinn sérstaka rétt og viðhalda fátækt sinni án frekari útgjalda, byrða og þyngsla". (Sjá bréf Bjarna Halldórssonar til Landsnefndarinnar fyrri, í 2. bindi útgefinna skjala nefndarinnar, í útgáfu Bergsteins Jónssonar, Reykavík 1961). Þótt viðhorf Íslendinga til einokunarverslunar breyttust nokkuð fyrir tilstuðlan Jóns Sigurðssonar á 19. öld, héldust samt flestir þeirra að treysta ofangreindum viðhorfum Bjarna sýslumanns langt fram á 20. öld og þau virðast aftur vera að sækja á. Viðskipti í höndum samlanda eru víða almennt litin hornauga og blanda einangrunarstefnu og þjóðernishyggju er að eflast. Um er að gera að halda í sérstakan fornan rétt og endurreisa gamla atvinnuhætti fátæks samfélags. Þetta illa hefur Hrunið í október 2008 leikið marga landsmenn. Nýlega átti ég samtal símleiðis við félaga minn í stjórnmálum, sem telur sig vera ótvíræðan vinstri mann og óvin allrar frjálshyggju. Margt var honum ofarlega í huga. Einkum taldi hann það siðlaust að stjórnmálamenn sætu í stjórnum opinberra fyrirtækja eða rækju erindi þeirra á erlendri grundu. Ég spurði hverjir ættu þá að sitja í stjórnum opinberra fyrirtækja eða reka erindi þeirra. Hann dróg í efa að slík fyrirtæki ættu að vera til en dróg nokkuð í land þegar ég spurði hvort öll viðskipti við útlönd ættu aðeins að vera í höndum einkaaðila. Taldi samt áfram að stjórnmálamenn ættu ekki að vera í stjórnum neinna fyrirtækja. Ég spurði hann hverjir ættu þá að vera í stjórnunum, viðskiptajöfrar úr einkageiranum, jafnvel úr bönkunum? Aftur var honum svarafátt en greip til þessarar varnar: Íslendingar eiga ekkert að sinna utanríkisviðskiptum. Að svo miklu leyti sem þau væru nauðsynleg, ættu útlendingar að sjá um þau, þeir væru miklu færarari til þess. Sem sagt: Þessi gamli félagi vildi fá svipað skipulag og ríkti hér í utanríkisviðskiptum til 1914, með danska kaupmenn og samfélagshugsjón Bjarna á Þingeyrum frá 1770 að leiðarljósi. Þannig hefur Hrunið leikið bestu menn grátt. Tekið skal fram að viðtal þetta kom í kjölfar þess að við ræddum um hverjir ættu að vera frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum og ég taldi Sigrúnu Elsu Smáradóttur vera heppilega til að skipa annað sætið þar sem hún hefði gott vit á fjármálum og viðskiptum og væri strangheiðarleg. Viðmælandi minn taldi heiðarleikann að vísu vera kost en kvaðst aldrei styðja til stjórnmálaáhrifa einstakling með vit eða metnað í fjármálum og viðskiptum, allra síst konu. Höfundur er fyrrverandi prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bjarni Halldórsson, sýslumaður og klausturhaldari að Þingeyrum (1703-1773) er meðal merkustu Íslendinga á 18. öld. Þegar Skúli Magnússon landfógeti krafðist frjálsrar verslunar í landinu um 1767, var ákveðnaðsti andstæðingur hans ekki einokunarkaupmaður heldur sýslumaður Húnvetninga, Bjarni Halldórsson. Hann vildi hafa einokunarverslunina áfram. Hann fékk meirihluta annarra íslenskra embættismanna til liðs við sig 1770, meðal annars þann tiltölulega unga amtmann og skjólstæðing sinn, Ólaf Stefánsson, síðar stiftamtmann. Rök Bjarna voru einkum þessi: Íslendingar væru allt of ósiðaðir og þekkingarsnauðir til að reka utanríkisverslun eða fara með peningaviðskipti. Auk þess eigi verslun ekki við skaplyndi Íslendinga sem væru hvekktir af sólarleysi og kulda; einnig gætu verslunarumsvif landsmanna verið til skaða fyrir jafnvægi bjargræðisveganna og minnkað möguleika góðbænda til að ráða til sín gott vinnufólk. Framtíðarsýn Bjarna var harla þjóðernissinnuð, sbr. þau orð hans að hann óskaði „einskis fremur en að landið mætti hafa áfram sín gömlu lög, sína gömlu siði og sinn sérstaka rétt og viðhalda fátækt sinni án frekari útgjalda, byrða og þyngsla". (Sjá bréf Bjarna Halldórssonar til Landsnefndarinnar fyrri, í 2. bindi útgefinna skjala nefndarinnar, í útgáfu Bergsteins Jónssonar, Reykavík 1961). Þótt viðhorf Íslendinga til einokunarverslunar breyttust nokkuð fyrir tilstuðlan Jóns Sigurðssonar á 19. öld, héldust samt flestir þeirra að treysta ofangreindum viðhorfum Bjarna sýslumanns langt fram á 20. öld og þau virðast aftur vera að sækja á. Viðskipti í höndum samlanda eru víða almennt litin hornauga og blanda einangrunarstefnu og þjóðernishyggju er að eflast. Um er að gera að halda í sérstakan fornan rétt og endurreisa gamla atvinnuhætti fátæks samfélags. Þetta illa hefur Hrunið í október 2008 leikið marga landsmenn. Nýlega átti ég samtal símleiðis við félaga minn í stjórnmálum, sem telur sig vera ótvíræðan vinstri mann og óvin allrar frjálshyggju. Margt var honum ofarlega í huga. Einkum taldi hann það siðlaust að stjórnmálamenn sætu í stjórnum opinberra fyrirtækja eða rækju erindi þeirra á erlendri grundu. Ég spurði hverjir ættu þá að sitja í stjórnum opinberra fyrirtækja eða reka erindi þeirra. Hann dróg í efa að slík fyrirtæki ættu að vera til en dróg nokkuð í land þegar ég spurði hvort öll viðskipti við útlönd ættu aðeins að vera í höndum einkaaðila. Taldi samt áfram að stjórnmálamenn ættu ekki að vera í stjórnum neinna fyrirtækja. Ég spurði hann hverjir ættu þá að vera í stjórnunum, viðskiptajöfrar úr einkageiranum, jafnvel úr bönkunum? Aftur var honum svarafátt en greip til þessarar varnar: Íslendingar eiga ekkert að sinna utanríkisviðskiptum. Að svo miklu leyti sem þau væru nauðsynleg, ættu útlendingar að sjá um þau, þeir væru miklu færarari til þess. Sem sagt: Þessi gamli félagi vildi fá svipað skipulag og ríkti hér í utanríkisviðskiptum til 1914, með danska kaupmenn og samfélagshugsjón Bjarna á Þingeyrum frá 1770 að leiðarljósi. Þannig hefur Hrunið leikið bestu menn grátt. Tekið skal fram að viðtal þetta kom í kjölfar þess að við ræddum um hverjir ættu að vera frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum og ég taldi Sigrúnu Elsu Smáradóttur vera heppilega til að skipa annað sætið þar sem hún hefði gott vit á fjármálum og viðskiptum og væri strangheiðarleg. Viðmælandi minn taldi heiðarleikann að vísu vera kost en kvaðst aldrei styðja til stjórnmálaáhrifa einstakling með vit eða metnað í fjármálum og viðskiptum, allra síst konu. Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar