Eru Vinstri græn á móti gagnaverum? Friðrik Þ. Snorrason skrifar 2. desember 2010 06:00 Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að því að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir uppbyggingu gagnavera. Kostir landsins eru margir, s.s. velmenntað og vinnusamt starfsfólk, öflugar gagnatengingar til Evrópu og Bandaríkjanna, hrein græn orka, milt loftslag og nægt land undir gagnaverin. Það hefur verið opinber stefna núverandi og fyrri ríkisstjórna að laða gagnaver til landsins. Á grunni þeirra stefnu hefur verið lagt út í milljarða fjárfestingar í gagnasamböndum til og frá landinu og hafnar eru framkvæmdir við byggingu gagnavera sem selja eiga erlendum fyrirtækjum þjónustu sína.Ójöfn samkeppnisstaða Kostir Íslands eru það miklir að erlendir sérfræðingar hafa spurt af hverju gagnaversiðnaðurinn hafi ekki nú þegar náð að skjót styrkum rótum á Íslandi. Með réttu gætu nokkur stór gagnaver þegar verið starfrækt hér á landi með fjölda manns í vinnu, ef vel hefði verið á málum haldið. Svarið er einfalt. Rekstrarumhverfi íslenskra gagnavera er ekki samkeppnishæft við umhverfi gagnavera í Evrópu. Íslensk gagnaver og viðskiptavinir þeirra búa við tvísköttun, annars vegar þegar netþjónar eru fluttir til landsins og hins vegar þegar þjónusta gagnavera er flutt úr landi og seld til erlendra viðskiptavina. Einnig eru gerðar ríkar kröfur um að viðskiptavinir gagnaveranna stofni til fastrar starfstöðvar á Íslandi með tilheyrandi kostnaði. Gagnaver innan Evrópusambandsins (ESB) búa því við mun hagstæðara rekstrarumhverfi.Engar skattaívilnanir Samtök gagnavera hafa um nokkurt skeið sóst eftir því að lagaumhverfi íslenskra gagnavera verið nútímavætt þannig að þau geti mætt samkeppni gagnavera innan Evrópusambandsins (ESB) á jafnræðisgrunni. Markmiðið er ekki að skapa iðnaðinum skattalegar ívilnanir heldur eingöngu að tryggja að samkeppnisstaða íslenskra gagnavera verið jöfn gagnaverum innan ESB. Samtökin hafa lagt fyrir fjármálaráðuneytið ítarlegar tillögur um þær breytingar sem gera þarf á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt svo þessu megi ná fram. Í öllum tilfellum hafa tillögurnar verið rökstuddar með fordæmum frá ríkjum innan Evrópusambandsins.Stefna án innihalds? Nýlega lagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem jafna á samkeppnisstöðu íslenskra gagnavera með því að tryggja að útflutt þjónusta þeirra sé undanþegin virðisaukaskatti. Í greinargerð með lögunum er að finna ýtarlega skilgreiningu á því hvaða þjónusta gagnavera sé undanþegin virðisaukaskatti og hvaða þjónusta sé það ekki. Þannig er gert ráð fyrir því að hýsingarþjónusta gagnavera, sé skilgreind sem aðstöðuleiga, og því ekki undanþegin VSK á meðan gagnavinnsla er skilgreind sem útflutt þjónusta og því undanþegin VSK. Við fyrstu sýn kann að virðist að með þessari aðgreiningu hafi fjármálaráðuneytið viljað hámarka skatttekjur landsins með því að tryggja að verðmætasköpun færi sem mest fram á Íslandi í tengslum við gagnaverin. Tilgangurinn er þó sennilega annar því í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þrátt fyrir að viðskiptavinum sé seld þjónusta á sviði gagnavinnslu án VSK að þá þurfi samt að greiða virðisaukaskatt af hýsingarþjónustunni. Ójafnri stöðu íslenskra gagnavera er því viðhaldið með núverandi frumvarpi. Því er rétta að spyrja hvort Vinstri græn séu á móti uppbyggingu gagnaversiðnaðarins hér á landi? Ef svo er þá væri mun eðlilegra að koma hreint til dyranna og lýsa því yfir að íslensk stjórnvöld hafi ekki huga á að laða þessa starfsemi til Íslands. Það mun spara íslenskum frumkvöðlum, sem linnulaust hafa unnið að því að laða erlent fjármagn til landsins, mikla fjármuni og orku.Hugsunarvillan Erlendir viðskiptavinir íslensks sjávarútvegsfyrirtækis, stoðtækjaframleiðanda eða álvers eru ekki skattlagðir líkt og stefnt er að í tilfelli gagnavera í frumvarpi fjármálaráðherra. Þannig eru erlendir viðskiptavinir HP Granda ekki sérstaklega skattlagðir þegar hrá eða fullunnin matvæli eru seld úr landi. Þessari meginreglu er hins vegar kollvarpaði í frumvarpi fjármálaráðherra. Tryggja á sértækar skatttekjur af erlendum viðskiptavinum íslensku gagnaveranna með því að neyða gagnaverin til að leggja virðisaukaskatt á þá þjónustu sem seld er út fyrir landssteinanna. Áhrif þessa verða að gagnaversiðnaðurinn mun ekki skapa ný störf og engar nýjar tekjur né skatttekjur verða til.Verndun lífsgæða Til að vernda og auka lífsgæði Íslendinga þarf að auka getu samfélagsins til að skapa verðmæti. Vegna sérstöðu Íslands og þeirra landkosta sem landið hefur upp á að bjóða getur gagnaversiðnaðurinn leikið mikilvægt hlutverk í endurreisn íslensks samfélags. Ef rekstrarumhverfi íslenskra gagnavera er gert samkeppnishæft mun hér á landi rísa öflugur útflutningsiðnaður sem skapar fleiri hundruð störf og aflar landi og þjóð mikilvægra gjaldeyristekna. Íslenska ríkið og sveitarfélögin munu innheimta tekjuskatt, bæði af starfsemi gagnveranna sjálfra sem og tekjuskatt af starfsmönnum gagnaveranna, fasteignaskatt, gatnagerðargjöld og orkuskatta eftir því sem við á.Uppbygging þekkingarkjarna Í stað þeirrar orku, sem hefur farið í að breyta rekstrarumhverfi gagnavera, væri mun vænlegra ef iðnaðurinn og stjórnvöld tækju höndum saman um að móta sameiginlega stefnu um hvernig hámarka megi þau verðmæti sem verða til hér á landi í tengslum við gagnaverin. Megin viðfangsefni slíkrar vinnu væri að tryggja að hér á landi verði til þekkingarkjarnar sem laði að erlenda fjárfestingu og ýti undir verðmætasköpun og útflutning þjónustu Samtök gagnaversfyrirtækja hvetja Alþingi til að gera breytingar á frumvarp fjármálaráðherra og að flýta þannig fyrir vexti gagnaversiðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að því að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir uppbyggingu gagnavera. Kostir landsins eru margir, s.s. velmenntað og vinnusamt starfsfólk, öflugar gagnatengingar til Evrópu og Bandaríkjanna, hrein græn orka, milt loftslag og nægt land undir gagnaverin. Það hefur verið opinber stefna núverandi og fyrri ríkisstjórna að laða gagnaver til landsins. Á grunni þeirra stefnu hefur verið lagt út í milljarða fjárfestingar í gagnasamböndum til og frá landinu og hafnar eru framkvæmdir við byggingu gagnavera sem selja eiga erlendum fyrirtækjum þjónustu sína.Ójöfn samkeppnisstaða Kostir Íslands eru það miklir að erlendir sérfræðingar hafa spurt af hverju gagnaversiðnaðurinn hafi ekki nú þegar náð að skjót styrkum rótum á Íslandi. Með réttu gætu nokkur stór gagnaver þegar verið starfrækt hér á landi með fjölda manns í vinnu, ef vel hefði verið á málum haldið. Svarið er einfalt. Rekstrarumhverfi íslenskra gagnavera er ekki samkeppnishæft við umhverfi gagnavera í Evrópu. Íslensk gagnaver og viðskiptavinir þeirra búa við tvísköttun, annars vegar þegar netþjónar eru fluttir til landsins og hins vegar þegar þjónusta gagnavera er flutt úr landi og seld til erlendra viðskiptavina. Einnig eru gerðar ríkar kröfur um að viðskiptavinir gagnaveranna stofni til fastrar starfstöðvar á Íslandi með tilheyrandi kostnaði. Gagnaver innan Evrópusambandsins (ESB) búa því við mun hagstæðara rekstrarumhverfi.Engar skattaívilnanir Samtök gagnavera hafa um nokkurt skeið sóst eftir því að lagaumhverfi íslenskra gagnavera verið nútímavætt þannig að þau geti mætt samkeppni gagnavera innan Evrópusambandsins (ESB) á jafnræðisgrunni. Markmiðið er ekki að skapa iðnaðinum skattalegar ívilnanir heldur eingöngu að tryggja að samkeppnisstaða íslenskra gagnavera verið jöfn gagnaverum innan ESB. Samtökin hafa lagt fyrir fjármálaráðuneytið ítarlegar tillögur um þær breytingar sem gera þarf á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt svo þessu megi ná fram. Í öllum tilfellum hafa tillögurnar verið rökstuddar með fordæmum frá ríkjum innan Evrópusambandsins.Stefna án innihalds? Nýlega lagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem jafna á samkeppnisstöðu íslenskra gagnavera með því að tryggja að útflutt þjónusta þeirra sé undanþegin virðisaukaskatti. Í greinargerð með lögunum er að finna ýtarlega skilgreiningu á því hvaða þjónusta gagnavera sé undanþegin virðisaukaskatti og hvaða þjónusta sé það ekki. Þannig er gert ráð fyrir því að hýsingarþjónusta gagnavera, sé skilgreind sem aðstöðuleiga, og því ekki undanþegin VSK á meðan gagnavinnsla er skilgreind sem útflutt þjónusta og því undanþegin VSK. Við fyrstu sýn kann að virðist að með þessari aðgreiningu hafi fjármálaráðuneytið viljað hámarka skatttekjur landsins með því að tryggja að verðmætasköpun færi sem mest fram á Íslandi í tengslum við gagnaverin. Tilgangurinn er þó sennilega annar því í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þrátt fyrir að viðskiptavinum sé seld þjónusta á sviði gagnavinnslu án VSK að þá þurfi samt að greiða virðisaukaskatt af hýsingarþjónustunni. Ójafnri stöðu íslenskra gagnavera er því viðhaldið með núverandi frumvarpi. Því er rétta að spyrja hvort Vinstri græn séu á móti uppbyggingu gagnaversiðnaðarins hér á landi? Ef svo er þá væri mun eðlilegra að koma hreint til dyranna og lýsa því yfir að íslensk stjórnvöld hafi ekki huga á að laða þessa starfsemi til Íslands. Það mun spara íslenskum frumkvöðlum, sem linnulaust hafa unnið að því að laða erlent fjármagn til landsins, mikla fjármuni og orku.Hugsunarvillan Erlendir viðskiptavinir íslensks sjávarútvegsfyrirtækis, stoðtækjaframleiðanda eða álvers eru ekki skattlagðir líkt og stefnt er að í tilfelli gagnavera í frumvarpi fjármálaráðherra. Þannig eru erlendir viðskiptavinir HP Granda ekki sérstaklega skattlagðir þegar hrá eða fullunnin matvæli eru seld úr landi. Þessari meginreglu er hins vegar kollvarpaði í frumvarpi fjármálaráðherra. Tryggja á sértækar skatttekjur af erlendum viðskiptavinum íslensku gagnaveranna með því að neyða gagnaverin til að leggja virðisaukaskatt á þá þjónustu sem seld er út fyrir landssteinanna. Áhrif þessa verða að gagnaversiðnaðurinn mun ekki skapa ný störf og engar nýjar tekjur né skatttekjur verða til.Verndun lífsgæða Til að vernda og auka lífsgæði Íslendinga þarf að auka getu samfélagsins til að skapa verðmæti. Vegna sérstöðu Íslands og þeirra landkosta sem landið hefur upp á að bjóða getur gagnaversiðnaðurinn leikið mikilvægt hlutverk í endurreisn íslensks samfélags. Ef rekstrarumhverfi íslenskra gagnavera er gert samkeppnishæft mun hér á landi rísa öflugur útflutningsiðnaður sem skapar fleiri hundruð störf og aflar landi og þjóð mikilvægra gjaldeyristekna. Íslenska ríkið og sveitarfélögin munu innheimta tekjuskatt, bæði af starfsemi gagnveranna sjálfra sem og tekjuskatt af starfsmönnum gagnaveranna, fasteignaskatt, gatnagerðargjöld og orkuskatta eftir því sem við á.Uppbygging þekkingarkjarna Í stað þeirrar orku, sem hefur farið í að breyta rekstrarumhverfi gagnavera, væri mun vænlegra ef iðnaðurinn og stjórnvöld tækju höndum saman um að móta sameiginlega stefnu um hvernig hámarka megi þau verðmæti sem verða til hér á landi í tengslum við gagnaverin. Megin viðfangsefni slíkrar vinnu væri að tryggja að hér á landi verði til þekkingarkjarnar sem laði að erlenda fjárfestingu og ýti undir verðmætasköpun og útflutning þjónustu Samtök gagnaversfyrirtækja hvetja Alþingi til að gera breytingar á frumvarp fjármálaráðherra og að flýta þannig fyrir vexti gagnaversiðnaðarins.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar