Erlent

Fimmtíu hálshöggnir víkingar

Óli Tynes skrifar

Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfir fimmtíu afhöfðaðar beinagrindur sem fundust í fjöldagröf í Dorset á síðasta ári séu af víkingum.

Beinagrindurnar fundust þegar verið var að grafa fyrir nýju vegastæði í grennd við borgina Weymouth á suðurströnd Bretlands.

Víkingar herjuðu þar grimmt og þar ríkti danskur konungur um skeið.

Fornleifafræðingar frá Oxford háskóla telja að víkingarnir hafi verið afhöfðaðir að viðstöddum mannfjölda einhverntíma á árunum 910 og 930.

Böðlarnir munu hafa verið Engilsaxar. Fornleifafræðingarnir telja að mennirnir hafi verið naktir þegar þeir voru teknir af lífi því ekki fundust nein merki um fataleifar í fjöldagröfinni.

Þeir voru mjög ungir margir innan við tvítugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×