Erlent

Neyðarhringing sjö ára gutta -upptaka

Carlos með konunni sem tók við símtali hans.
Carlos með konunni sem tók við símtali hans.

Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans.

Þaðan náði hann að hringja í neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Drengurinn bað ekki einungis um að lögreglumenn yrðu sendir að heimilinu heldur einnig hermenn.

Á meðan drengurinn var að tala við starfsmann neyðarlínunnar fundu ræningjarnir hann. Þeir ógnuðu honum og spurðu við hvern hann hefði verið að tala.

Drengurinn sagði satt og rétt frá sem varð til þess að mennirnir yfirgáfu húsið í flýti og voru á bak á burt þegar lögreglumenn komu á vettvang.

Lögreglan fullyrðir að drengurinn hafi bjargað lífi fjölskyldu sinnar. Mennirnir eru ófundnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×