Erlent

Óhræddur við árásarmenn

lars Vilks
lars Vilks
„Ef eitthvað gerist, þá veit ég nákvæmlega hvað ég á að gera,“ segir sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks, sem vakti reiði margra múslima árið 2007 þegar skopmynd af Múhameð spámanni birtist í sænsku dagblaði.

Hann hefur útbúið öryggiskerfi á heimili sínu sem erfitt er að rjúfa. Lögreglan á Írlandi handtók á þriðjudag fjóra karlmenn og þrjár konur sem grunuð eru um að hafa ætlað að ráða Vilks af dögum. Ein kona er einnig í haldi í Bandaríkjunum. Vilks segist enga trú hafa á því að þetta handtekna fólk hafi verið „fagmenn“. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×