Erlent

Segjast hafa fundið klámvísu eftir trúarskáldið John Milton

Fræðimenn við Oxford háskólann hafa fundið klámvísu sem þeir segja vera eftir John Milton eitt þekktasta trúarskáld heimsins en hann var uppi á 17. öld.

Sérfræðingar efast hinsvegar um að Milton sé höfundur þessarar klámvísu því stíllinn á henni er ólíkur öðrum kveðskap skáldsins og telja jafnvel að andstæðingar Milton hafi eignað honum vísuna til að ná sér niðri á honum.

Þekktasta verk Milton er kvæðabálkurinn Paradísarmissir sem skipar sama sess hjá enskumælandi þjóðum og Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hjá Íslendingum.

Vísan ber heitið An Extempore Upon A Faggot og hljóðar svo:

Have you not in a Chimney seen

A Faggot which is moist and green

How coyly it receives the Heat

And at both ends do's weep and sweat?

So fares it with a tender Maid

When first upon her Back she's laid

But like dry Wood th' experienced Dame

Cracks and rejoices in the Flame

Til skýringar má geta þess að Faggot mun hafa verið sérstakur langur kyndill með viðamiklum strigavöndli á endanum. Var hann notaður bæði til að kveikja í arni og hreinsa skorsteininn fyrir ofan hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×