Hafnfirðingar eiga lögmæta kröfu í BYR Gunnar Axel Axelsson skrifar 29. janúar 2010 13:53 Sameining Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) árið 2006 markaði tímamót í sögu sparisjóðanna á Íslandi en sá fyrrnefndi hafði þá starfað í Hafnarfirði í yfir heila öld eða allt frá árinu 1902. Með samfélagsleg markmið að leiðarljósi og með virkri þátttöku bæjarbúa, sem og stjórnvalda í bænum, skipaði sjóðurinn mikilvægan sess í hafnfirsku samfélagi. Í júlí 2005 óskaði bæjarráð Hafnarfjarðar eftir upplýsingum frá stjórnendum SPH um þær áætlanir sem þá lágu fyrir um sameiningu sjóðanna. Vegna þeirra áforma höfðu vaknað eðlilegar og réttmætar spurningar í hugum bæjarbúa um réttindi þeirra gagnvart sjóðnum ef til sameiningar kæmi. Þær spurningar voru og eru enn réttmætar, enda voru eignir sjóðsins verulegar á þessum tíma og að nær öllu leyti bundnar í svokölluðum varasjóði. Samkvæmt samþykktum sjóðsins var gert ráð fyrir að þær eignir skyldu renna til menningar- og líknarmála í Hafnarfirði ef til niðurlagningar hans kæmi. Af svari sem barst frá stjórn sjóðsins mátti skilja að hún teldi Hafnfirðinga ekki hafa nein réttindi gagnvart sjóðnum, nema ef sjóðnum yrði slitið, enda gilti þá 39. gr. samþykkta SPH, sem fjallaði um að þá skyldi ráðstafa eftirstandandi eignum sjóðsins til menningar- og líknamála í sveitarfélaginu. Að mati stjórnar sjóðsins var hins vegar ekki tilefni til að ráðstafa neinum fjármunum til Hafnfirðinga, enda hefði sjóðurinn ekki verið niðurlagaður heldur yfirtekinn af SPV, með öllum þeim réttindum og öllum þeim skyldum sem sjóðnum fylgdu. Á síðari hluta árs 2008 bárust síðan fréttir af því að hinn sameinaði sparisjóður, sem þá hafði fengið nafnið BYR, stæði í viðræðum um sameiningu sjóðsins við SPRON og Sparisjóð Keflavíkur. Af því tilefni sendi bæjarráð Hafnarfjarðar stjórn sjóðsins aftur bréf og ítrekaði fyrri spurningar sínar um hvernig standa ætti skil á fyrrgreindum réttindum og skyldum gagnvart hafnfirsku samfélagi. Þá óskaði ráðið einnig eftir skýrum svörum um hver staða þeirra fjármuna sem tilheyrðu varasjóði Sparisjóðs Hafnarfjarðar við sameininguna árið 2006 væri og hvernig ávöxtun þeirra hefði verið háttað. Í bréfinu áréttaði ráðið að með sameiningunni hefðu réttindi og skyldur SPH gagnvart hafnfirsku samfélagi ekki með neinum hætti dagað uppi og lagði um leið þunga áherslu að farið yrði í uppgjör þeirra mála áður en frekari sameiningaráformum yrði fram haldið. Svör stjórnar BYR voru eins og við mátti búast, enda hafði sama stjórn þá nýlega beitt sér fyrir greiðslu risavaxinnar arðgreiðslu til stofnfjáreigenda og þar með gengið mjög nærri varasjóðnum. Að mati stjórnarinnar hafði þó ekkert breyst í rekstri sjóðsins sem gaf tilefni til uppgjörs við hafnfirskt samfélag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur sjóðurinn formlega óskað eftir að ríkið komi honum til bjargar. Um leið hlýtur að vakna sú spurning hvort loksins nú séu komin upp þau skilyrði sem stjórn sjóðsins hefur hingað til talið skorta svo hægt sé að fara í hið endanlega uppgjör gagnvart hafnfirsku samfélagi. Að mínu mati er það svo. Ef það verða einhvern tíma skilyrði fyrir því að farið verði nákvæmlega ofan í það hvernig fjármunum sjóðsins, þá aðalega hinum svonefnda varasjóði verði ráðstafað og í þágu hverra, þá er það nú. Þá og aðeins þegar það hefur verið gert er hægt að taka upplýsta ákvörðun um hverjir geti talist hinir eiginlegu eigendur og rétthafar gagnvart BYR sparisjóði. Hafnfirðingar eiga að krefjast þess að sú skoðun fari fram áður en gengið verður formlega frá aðkomu ríkisvaldsins að sjóðnum. Hafnfirskt samfélag á lögmæta kröfu í sjóðinn, kröfu sem byggir á yfir 100 ára samtvinnaðri sögu, samfélagslegu hlutverki sjóðsins, samþykktum hans og íslenskum lögum. Þá kröfu eigum við að sækja og tryggja að sjóðurinn verði starfræktur áfram í þágu almennings. Gunnar Axel Axelsson Höfundur er viðskiptafræðingur og sækist eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Sameining Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) árið 2006 markaði tímamót í sögu sparisjóðanna á Íslandi en sá fyrrnefndi hafði þá starfað í Hafnarfirði í yfir heila öld eða allt frá árinu 1902. Með samfélagsleg markmið að leiðarljósi og með virkri þátttöku bæjarbúa, sem og stjórnvalda í bænum, skipaði sjóðurinn mikilvægan sess í hafnfirsku samfélagi. Í júlí 2005 óskaði bæjarráð Hafnarfjarðar eftir upplýsingum frá stjórnendum SPH um þær áætlanir sem þá lágu fyrir um sameiningu sjóðanna. Vegna þeirra áforma höfðu vaknað eðlilegar og réttmætar spurningar í hugum bæjarbúa um réttindi þeirra gagnvart sjóðnum ef til sameiningar kæmi. Þær spurningar voru og eru enn réttmætar, enda voru eignir sjóðsins verulegar á þessum tíma og að nær öllu leyti bundnar í svokölluðum varasjóði. Samkvæmt samþykktum sjóðsins var gert ráð fyrir að þær eignir skyldu renna til menningar- og líknarmála í Hafnarfirði ef til niðurlagningar hans kæmi. Af svari sem barst frá stjórn sjóðsins mátti skilja að hún teldi Hafnfirðinga ekki hafa nein réttindi gagnvart sjóðnum, nema ef sjóðnum yrði slitið, enda gilti þá 39. gr. samþykkta SPH, sem fjallaði um að þá skyldi ráðstafa eftirstandandi eignum sjóðsins til menningar- og líknamála í sveitarfélaginu. Að mati stjórnar sjóðsins var hins vegar ekki tilefni til að ráðstafa neinum fjármunum til Hafnfirðinga, enda hefði sjóðurinn ekki verið niðurlagaður heldur yfirtekinn af SPV, með öllum þeim réttindum og öllum þeim skyldum sem sjóðnum fylgdu. Á síðari hluta árs 2008 bárust síðan fréttir af því að hinn sameinaði sparisjóður, sem þá hafði fengið nafnið BYR, stæði í viðræðum um sameiningu sjóðsins við SPRON og Sparisjóð Keflavíkur. Af því tilefni sendi bæjarráð Hafnarfjarðar stjórn sjóðsins aftur bréf og ítrekaði fyrri spurningar sínar um hvernig standa ætti skil á fyrrgreindum réttindum og skyldum gagnvart hafnfirsku samfélagi. Þá óskaði ráðið einnig eftir skýrum svörum um hver staða þeirra fjármuna sem tilheyrðu varasjóði Sparisjóðs Hafnarfjarðar við sameininguna árið 2006 væri og hvernig ávöxtun þeirra hefði verið háttað. Í bréfinu áréttaði ráðið að með sameiningunni hefðu réttindi og skyldur SPH gagnvart hafnfirsku samfélagi ekki með neinum hætti dagað uppi og lagði um leið þunga áherslu að farið yrði í uppgjör þeirra mála áður en frekari sameiningaráformum yrði fram haldið. Svör stjórnar BYR voru eins og við mátti búast, enda hafði sama stjórn þá nýlega beitt sér fyrir greiðslu risavaxinnar arðgreiðslu til stofnfjáreigenda og þar með gengið mjög nærri varasjóðnum. Að mati stjórnarinnar hafði þó ekkert breyst í rekstri sjóðsins sem gaf tilefni til uppgjörs við hafnfirskt samfélag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur sjóðurinn formlega óskað eftir að ríkið komi honum til bjargar. Um leið hlýtur að vakna sú spurning hvort loksins nú séu komin upp þau skilyrði sem stjórn sjóðsins hefur hingað til talið skorta svo hægt sé að fara í hið endanlega uppgjör gagnvart hafnfirsku samfélagi. Að mínu mati er það svo. Ef það verða einhvern tíma skilyrði fyrir því að farið verði nákvæmlega ofan í það hvernig fjármunum sjóðsins, þá aðalega hinum svonefnda varasjóði verði ráðstafað og í þágu hverra, þá er það nú. Þá og aðeins þegar það hefur verið gert er hægt að taka upplýsta ákvörðun um hverjir geti talist hinir eiginlegu eigendur og rétthafar gagnvart BYR sparisjóði. Hafnfirðingar eiga að krefjast þess að sú skoðun fari fram áður en gengið verður formlega frá aðkomu ríkisvaldsins að sjóðnum. Hafnfirskt samfélag á lögmæta kröfu í sjóðinn, kröfu sem byggir á yfir 100 ára samtvinnaðri sögu, samfélagslegu hlutverki sjóðsins, samþykktum hans og íslenskum lögum. Þá kröfu eigum við að sækja og tryggja að sjóðurinn verði starfræktur áfram í þágu almennings. Gunnar Axel Axelsson Höfundur er viðskiptafræðingur og sækist eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar