Hafnfirðingar eiga lögmæta kröfu í BYR Gunnar Axel Axelsson skrifar 29. janúar 2010 13:53 Sameining Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) árið 2006 markaði tímamót í sögu sparisjóðanna á Íslandi en sá fyrrnefndi hafði þá starfað í Hafnarfirði í yfir heila öld eða allt frá árinu 1902. Með samfélagsleg markmið að leiðarljósi og með virkri þátttöku bæjarbúa, sem og stjórnvalda í bænum, skipaði sjóðurinn mikilvægan sess í hafnfirsku samfélagi. Í júlí 2005 óskaði bæjarráð Hafnarfjarðar eftir upplýsingum frá stjórnendum SPH um þær áætlanir sem þá lágu fyrir um sameiningu sjóðanna. Vegna þeirra áforma höfðu vaknað eðlilegar og réttmætar spurningar í hugum bæjarbúa um réttindi þeirra gagnvart sjóðnum ef til sameiningar kæmi. Þær spurningar voru og eru enn réttmætar, enda voru eignir sjóðsins verulegar á þessum tíma og að nær öllu leyti bundnar í svokölluðum varasjóði. Samkvæmt samþykktum sjóðsins var gert ráð fyrir að þær eignir skyldu renna til menningar- og líknarmála í Hafnarfirði ef til niðurlagningar hans kæmi. Af svari sem barst frá stjórn sjóðsins mátti skilja að hún teldi Hafnfirðinga ekki hafa nein réttindi gagnvart sjóðnum, nema ef sjóðnum yrði slitið, enda gilti þá 39. gr. samþykkta SPH, sem fjallaði um að þá skyldi ráðstafa eftirstandandi eignum sjóðsins til menningar- og líknamála í sveitarfélaginu. Að mati stjórnar sjóðsins var hins vegar ekki tilefni til að ráðstafa neinum fjármunum til Hafnfirðinga, enda hefði sjóðurinn ekki verið niðurlagaður heldur yfirtekinn af SPV, með öllum þeim réttindum og öllum þeim skyldum sem sjóðnum fylgdu. Á síðari hluta árs 2008 bárust síðan fréttir af því að hinn sameinaði sparisjóður, sem þá hafði fengið nafnið BYR, stæði í viðræðum um sameiningu sjóðsins við SPRON og Sparisjóð Keflavíkur. Af því tilefni sendi bæjarráð Hafnarfjarðar stjórn sjóðsins aftur bréf og ítrekaði fyrri spurningar sínar um hvernig standa ætti skil á fyrrgreindum réttindum og skyldum gagnvart hafnfirsku samfélagi. Þá óskaði ráðið einnig eftir skýrum svörum um hver staða þeirra fjármuna sem tilheyrðu varasjóði Sparisjóðs Hafnarfjarðar við sameininguna árið 2006 væri og hvernig ávöxtun þeirra hefði verið háttað. Í bréfinu áréttaði ráðið að með sameiningunni hefðu réttindi og skyldur SPH gagnvart hafnfirsku samfélagi ekki með neinum hætti dagað uppi og lagði um leið þunga áherslu að farið yrði í uppgjör þeirra mála áður en frekari sameiningaráformum yrði fram haldið. Svör stjórnar BYR voru eins og við mátti búast, enda hafði sama stjórn þá nýlega beitt sér fyrir greiðslu risavaxinnar arðgreiðslu til stofnfjáreigenda og þar með gengið mjög nærri varasjóðnum. Að mati stjórnarinnar hafði þó ekkert breyst í rekstri sjóðsins sem gaf tilefni til uppgjörs við hafnfirskt samfélag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur sjóðurinn formlega óskað eftir að ríkið komi honum til bjargar. Um leið hlýtur að vakna sú spurning hvort loksins nú séu komin upp þau skilyrði sem stjórn sjóðsins hefur hingað til talið skorta svo hægt sé að fara í hið endanlega uppgjör gagnvart hafnfirsku samfélagi. Að mínu mati er það svo. Ef það verða einhvern tíma skilyrði fyrir því að farið verði nákvæmlega ofan í það hvernig fjármunum sjóðsins, þá aðalega hinum svonefnda varasjóði verði ráðstafað og í þágu hverra, þá er það nú. Þá og aðeins þegar það hefur verið gert er hægt að taka upplýsta ákvörðun um hverjir geti talist hinir eiginlegu eigendur og rétthafar gagnvart BYR sparisjóði. Hafnfirðingar eiga að krefjast þess að sú skoðun fari fram áður en gengið verður formlega frá aðkomu ríkisvaldsins að sjóðnum. Hafnfirskt samfélag á lögmæta kröfu í sjóðinn, kröfu sem byggir á yfir 100 ára samtvinnaðri sögu, samfélagslegu hlutverki sjóðsins, samþykktum hans og íslenskum lögum. Þá kröfu eigum við að sækja og tryggja að sjóðurinn verði starfræktur áfram í þágu almennings. Gunnar Axel Axelsson Höfundur er viðskiptafræðingur og sækist eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Sameining Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) árið 2006 markaði tímamót í sögu sparisjóðanna á Íslandi en sá fyrrnefndi hafði þá starfað í Hafnarfirði í yfir heila öld eða allt frá árinu 1902. Með samfélagsleg markmið að leiðarljósi og með virkri þátttöku bæjarbúa, sem og stjórnvalda í bænum, skipaði sjóðurinn mikilvægan sess í hafnfirsku samfélagi. Í júlí 2005 óskaði bæjarráð Hafnarfjarðar eftir upplýsingum frá stjórnendum SPH um þær áætlanir sem þá lágu fyrir um sameiningu sjóðanna. Vegna þeirra áforma höfðu vaknað eðlilegar og réttmætar spurningar í hugum bæjarbúa um réttindi þeirra gagnvart sjóðnum ef til sameiningar kæmi. Þær spurningar voru og eru enn réttmætar, enda voru eignir sjóðsins verulegar á þessum tíma og að nær öllu leyti bundnar í svokölluðum varasjóði. Samkvæmt samþykktum sjóðsins var gert ráð fyrir að þær eignir skyldu renna til menningar- og líknarmála í Hafnarfirði ef til niðurlagningar hans kæmi. Af svari sem barst frá stjórn sjóðsins mátti skilja að hún teldi Hafnfirðinga ekki hafa nein réttindi gagnvart sjóðnum, nema ef sjóðnum yrði slitið, enda gilti þá 39. gr. samþykkta SPH, sem fjallaði um að þá skyldi ráðstafa eftirstandandi eignum sjóðsins til menningar- og líknamála í sveitarfélaginu. Að mati stjórnar sjóðsins var hins vegar ekki tilefni til að ráðstafa neinum fjármunum til Hafnfirðinga, enda hefði sjóðurinn ekki verið niðurlagaður heldur yfirtekinn af SPV, með öllum þeim réttindum og öllum þeim skyldum sem sjóðnum fylgdu. Á síðari hluta árs 2008 bárust síðan fréttir af því að hinn sameinaði sparisjóður, sem þá hafði fengið nafnið BYR, stæði í viðræðum um sameiningu sjóðsins við SPRON og Sparisjóð Keflavíkur. Af því tilefni sendi bæjarráð Hafnarfjarðar stjórn sjóðsins aftur bréf og ítrekaði fyrri spurningar sínar um hvernig standa ætti skil á fyrrgreindum réttindum og skyldum gagnvart hafnfirsku samfélagi. Þá óskaði ráðið einnig eftir skýrum svörum um hver staða þeirra fjármuna sem tilheyrðu varasjóði Sparisjóðs Hafnarfjarðar við sameininguna árið 2006 væri og hvernig ávöxtun þeirra hefði verið háttað. Í bréfinu áréttaði ráðið að með sameiningunni hefðu réttindi og skyldur SPH gagnvart hafnfirsku samfélagi ekki með neinum hætti dagað uppi og lagði um leið þunga áherslu að farið yrði í uppgjör þeirra mála áður en frekari sameiningaráformum yrði fram haldið. Svör stjórnar BYR voru eins og við mátti búast, enda hafði sama stjórn þá nýlega beitt sér fyrir greiðslu risavaxinnar arðgreiðslu til stofnfjáreigenda og þar með gengið mjög nærri varasjóðnum. Að mati stjórnarinnar hafði þó ekkert breyst í rekstri sjóðsins sem gaf tilefni til uppgjörs við hafnfirskt samfélag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur sjóðurinn formlega óskað eftir að ríkið komi honum til bjargar. Um leið hlýtur að vakna sú spurning hvort loksins nú séu komin upp þau skilyrði sem stjórn sjóðsins hefur hingað til talið skorta svo hægt sé að fara í hið endanlega uppgjör gagnvart hafnfirsku samfélagi. Að mínu mati er það svo. Ef það verða einhvern tíma skilyrði fyrir því að farið verði nákvæmlega ofan í það hvernig fjármunum sjóðsins, þá aðalega hinum svonefnda varasjóði verði ráðstafað og í þágu hverra, þá er það nú. Þá og aðeins þegar það hefur verið gert er hægt að taka upplýsta ákvörðun um hverjir geti talist hinir eiginlegu eigendur og rétthafar gagnvart BYR sparisjóði. Hafnfirðingar eiga að krefjast þess að sú skoðun fari fram áður en gengið verður formlega frá aðkomu ríkisvaldsins að sjóðnum. Hafnfirskt samfélag á lögmæta kröfu í sjóðinn, kröfu sem byggir á yfir 100 ára samtvinnaðri sögu, samfélagslegu hlutverki sjóðsins, samþykktum hans og íslenskum lögum. Þá kröfu eigum við að sækja og tryggja að sjóðurinn verði starfræktur áfram í þágu almennings. Gunnar Axel Axelsson Höfundur er viðskiptafræðingur og sækist eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun