Lífið

Póker fyrir gott málefni

Steindi Jr. mætir á mótið á Gullöldinni í kvöld.
Steindi Jr. mætir á mótið á Gullöldinni í kvöld.

Góðgerðarpókermót verður haldið á Gullöldinni í Grafarvogi í kvöld klukkan 18. Mótið er til styrktar fjölskyldu Kristófers Darra Ólafssonar, sem lést á leiksvæði í Grafarvogi í maí. Hann var á fjórða aldursári.

Davíð Rúnarsson, einn af aðstandendum mótsins, segir fjölmarga landsþekkta skemmtikrafta ætla að mæta á svæðið og skemmta spilurunum, en á meðal þeirra verður enginn annar en Steindi Jr. 1.000 krónur kostar inn á mótið og menn geta keypt sig inn eins oft og þeir vilja innan tímamarka.

Fjölmörg fyrirtæki styrkja mótið með vinningum, en allt fé sem safnast rennur til fjölskyldunnar. Á meðal vinninga eru fartölva, utanlandsferðir, fatnaður, ljósakort og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.