Lífið

Baráttutónleikar TÞM

GusGus kemur fram á Sódómu í kvöld til styrktar TÞM.
GusGus kemur fram á Sódómu í kvöld til styrktar TÞM.

Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum þá stendur til að bera starfsemi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM) úti á Granda út vegna fjárhagsvandræða. TÞM hýsir fjölmarga tónlistarmenn og hefur gert síðustu ár.

Tvennir tónleikar verða haldnir í kvöld og á morgun til að styrkja TÞM og leggja baráttunni um að fá Reykjavíkurborg til að koma til móts við aðstandendur hússins lið. Fyrri tónleikarnir eru styrktartónleikar og hefjast klukkan 22 á Sódómu í kvöld. 1.000 krónur kostar inn á tónleikana og DJ Vector, Sykur, Quadruplos og Gus Gus koma fram.

Baráttu- og mótmælatónleikar TÞM fara svo fram á bílastæðinu fyrir framan húsið á Hólmaslóð 2 á morgun klukkan 22. Frítt er á tónleikana og ekkert aldurstakmark. Þeir sem koma fram eru:Feldberg, Nolo, Legend, Lay Low, Móri, Marlon og Beatur, Future­grapher, Biogen, Quadruplos, Sudden Weather Change, Dark Harvest og Momentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.