Erlent

Þúsundir vottuðu forsetahjónunum virðingu sína

Þúsundir manna voru við útför pólska forsetans Lech Kaczynski í Kraká í Póllandi í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar komust ekki í útförina þar sem flugsamgöngur lágu niðri að mestum hluta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þeir sem komust ekki voru m.a Obama Bandaríkjaforseti, Nicolas Sarkozy forseti Frakklands, Angela Merkel Kanslari Þýskalands og fjölmargir aðrir frá Norðurlöndunum og víðar. Eingöngu þjóðarleiðtogar í nágrannaríkjum Póllands komust í útförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×