Erlent

Árás gerð á olíubílalest NATO í Pakistan

Þrír féllu og sex særðust þegar herskáir múslimar réðust á olíubílalest NATO í Islamabad, höfuðborg Pakistan í gærkvöldi.

Þeir náðu síðan að kveikja í tuttugu tankbílum fulllestuðum af eldsneyti sem átti að flytja til herliðs NATO í Afganistan. Þetta er önnur árásin á olíubílalest í Pakistan á þremur dögum.

Múslimarnir réðust á bílalestina fyrir utan olíubirgðastöð í Islamabad, drápu öryggisverðina sem gættu hennar og hentu svo molotow kokteilum að bílunum áður en þeir flúðu af vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×