Innlent

Skulu skoða myndir á lögreglustöð

Hluti myndanna var geymdur í tölvu sem maðurinn hafði undir höndum.
Hluti myndanna var geymdur í tölvu sem maðurinn hafði undir höndum.
Par sem ákært hefur verið fyrir að að taka og geyma 64 myndir af tíu ungum stúlkum þar sem þær voru í sturtu, fær ekki myndirnar, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Hins vegar fá maðurinn og stúlkan sem stóðu að myndatökunum aðstöðu á lögreglustöð til þess að skoða myndirnar og undirbúa með þeim hætti vörn sína í málinu. Hæstiréttur lítur svo á að brýnir hagsmunir stúlknanna standi framar afhendingu þessara málsgagna.

Myndatökurnar stóðu yfir langt tímabil og voru kærðar til lögreglu.

Stúlkurnar tíu sem um ræðir eru leikmenn knattspyrnudeildar Völsungs á Húsavík. Stúlkan sem tók myndirnar með símanum sínum var einnig í liðinu og hafði því aðstöðu til að taka sturtumyndirnar.

Hún er ákærð, ásamt manninum, sem er rúmlega tvítugur, fyrir að hafa skipulagt myndatökurnar. Þá er stúlkan ákærð fyrir að hafa tekið myndirnar og afhent manninum þær. Hann er ákærður fyrir að hafa gefið stúlkunni fyrirmæli um myndatökurnar, tekið við myndunum og geymt hluta þeirra á fartölvu heima hjá sér.

- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×