Dafnis og Klói eftir Ravel 24. mars 2010 04:00 Þorgerður Ingólfsdóttir leiðir kóra sína með Sinfóníunni í flutningi á Dafnis og Klóa eftir Ravel annað kvöld. mynd fréttablaðið/ Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri mætir með Hamrahlíðarkóra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfóníunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elskendurna ungu sem lenda í hremmingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjartur hljómur þeirra Hamrahlíðarkóranna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartónlist 20. aldarinnar. Hindemith samdi sinfóníuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grünewald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isenheim. Hvorki sinfónían né óperan féllu yfirvöldum í geð í Þýskalandi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningnum og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballettinn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri mætir með Hamrahlíðarkóra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfóníunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elskendurna ungu sem lenda í hremmingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjartur hljómur þeirra Hamrahlíðarkóranna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartónlist 20. aldarinnar. Hindemith samdi sinfóníuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grünewald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isenheim. Hvorki sinfónían né óperan féllu yfirvöldum í geð í Þýskalandi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningnum og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballettinn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira