Marie Claire áhugasamt um hag íslenskra kvenna 5. júní 2010 06:00 Ný könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Blaðamaður á vegum Marie Claire ræddi meðal annars við Gerði Kristnýju um niðurstöðurnar og líf íslenskra kvenna. Hún ræddi einnig við Katrínu Jakobsdóttur, Eddu Jónsdóttur og Kristínu Pétursdóttur. fréttablaðið/stefán „Blaðakonan hafði samband við mig og sagðist vera að skrifa grein út frá könnun sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Hún vildi spjalla við mig um hvað mér fyndist um niðurstöðuna og líf íslenskra kvenna," segir rithöfundurinn Gerður Kristný. Blaðakona á vegum tímaritsins Marie Claire er stödd hér á landi og tók hún viðtal við nokkrar íslenskar konur um hagi kvenna hér á landi. Auk Gerðar Kristnýjar ræddi blaðakonan meðal annars við Kristínu Péturdsóttur, hjá Auði Capital, menntamálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur og Eddu Jónsdóttur, mannfræðing og þáttagerðarkonu hjá Ríkisútvarpinu, og verður greinin svo birt bæði í breska og ástralska Marie Claire eftir fáeina mánuði. Aðspurð segir auðvitað Gerður Kristný það ágætt að vera kona á Íslandi, þó margt mætti bæta, og nefnir í því sambandi launamun kynjanna og þá ábyrgð sem íslenskar stjórnmálakonur eru látnar taka á hruninu, en blaðakonan hafði þegar heyrt af því. „Við Edda Jónsdóttir mættum saman í viðtalið og vorum bara hreinskilnar og persónulegar. Við brugðum ekki upp neinni glansmynd hvað þá að við höfum þulið upp skífurit heldur sögðum við henni frá okkar lífi. Hún hafði einnig mikinn áhuga á því hvernig líf kvenna hefur breyst hér eftir hrun." Blaðakonan ræddi við Gerði Kristnýju og Eddu í um tvær klukkustundir en þá þurfti Gerður Kristný að flýta sér heim að horfa á Aðþrengdar eiginkonur. Gerður segir að gaman verði að sjá hvaða vinkil blaðakonan taki. „Það verður skemmtilegt að sjá greinina og hvað við, þessar ólíku konur sem þó eru svo líkar, höfðum að segja." Til gamans má geta að Gerður Kristný verður einnig viðmælandi breskrar þáttagerðakonu frá bresku ríkissjónvarpsstöðinni BBC í þætti sem verður unninn hér næstu daga og fjallar um Ísland og því nokkuð ljóst að mikill áhugi er bæði á landi og þjóð. -sara@frettabladid.is Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Blaðakonan hafði samband við mig og sagðist vera að skrifa grein út frá könnun sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Hún vildi spjalla við mig um hvað mér fyndist um niðurstöðuna og líf íslenskra kvenna," segir rithöfundurinn Gerður Kristný. Blaðakona á vegum tímaritsins Marie Claire er stödd hér á landi og tók hún viðtal við nokkrar íslenskar konur um hagi kvenna hér á landi. Auk Gerðar Kristnýjar ræddi blaðakonan meðal annars við Kristínu Péturdsóttur, hjá Auði Capital, menntamálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur og Eddu Jónsdóttur, mannfræðing og þáttagerðarkonu hjá Ríkisútvarpinu, og verður greinin svo birt bæði í breska og ástralska Marie Claire eftir fáeina mánuði. Aðspurð segir auðvitað Gerður Kristný það ágætt að vera kona á Íslandi, þó margt mætti bæta, og nefnir í því sambandi launamun kynjanna og þá ábyrgð sem íslenskar stjórnmálakonur eru látnar taka á hruninu, en blaðakonan hafði þegar heyrt af því. „Við Edda Jónsdóttir mættum saman í viðtalið og vorum bara hreinskilnar og persónulegar. Við brugðum ekki upp neinni glansmynd hvað þá að við höfum þulið upp skífurit heldur sögðum við henni frá okkar lífi. Hún hafði einnig mikinn áhuga á því hvernig líf kvenna hefur breyst hér eftir hrun." Blaðakonan ræddi við Gerði Kristnýju og Eddu í um tvær klukkustundir en þá þurfti Gerður Kristný að flýta sér heim að horfa á Aðþrengdar eiginkonur. Gerður segir að gaman verði að sjá hvaða vinkil blaðakonan taki. „Það verður skemmtilegt að sjá greinina og hvað við, þessar ólíku konur sem þó eru svo líkar, höfðum að segja." Til gamans má geta að Gerður Kristný verður einnig viðmælandi breskrar þáttagerðakonu frá bresku ríkissjónvarpsstöðinni BBC í þætti sem verður unninn hér næstu daga og fjallar um Ísland og því nokkuð ljóst að mikill áhugi er bæði á landi og þjóð. -sara@frettabladid.is
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“