Marie Claire áhugasamt um hag íslenskra kvenna 5. júní 2010 06:00 Ný könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Blaðamaður á vegum Marie Claire ræddi meðal annars við Gerði Kristnýju um niðurstöðurnar og líf íslenskra kvenna. Hún ræddi einnig við Katrínu Jakobsdóttur, Eddu Jónsdóttur og Kristínu Pétursdóttur. fréttablaðið/stefán „Blaðakonan hafði samband við mig og sagðist vera að skrifa grein út frá könnun sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Hún vildi spjalla við mig um hvað mér fyndist um niðurstöðuna og líf íslenskra kvenna," segir rithöfundurinn Gerður Kristný. Blaðakona á vegum tímaritsins Marie Claire er stödd hér á landi og tók hún viðtal við nokkrar íslenskar konur um hagi kvenna hér á landi. Auk Gerðar Kristnýjar ræddi blaðakonan meðal annars við Kristínu Péturdsóttur, hjá Auði Capital, menntamálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur og Eddu Jónsdóttur, mannfræðing og þáttagerðarkonu hjá Ríkisútvarpinu, og verður greinin svo birt bæði í breska og ástralska Marie Claire eftir fáeina mánuði. Aðspurð segir auðvitað Gerður Kristný það ágætt að vera kona á Íslandi, þó margt mætti bæta, og nefnir í því sambandi launamun kynjanna og þá ábyrgð sem íslenskar stjórnmálakonur eru látnar taka á hruninu, en blaðakonan hafði þegar heyrt af því. „Við Edda Jónsdóttir mættum saman í viðtalið og vorum bara hreinskilnar og persónulegar. Við brugðum ekki upp neinni glansmynd hvað þá að við höfum þulið upp skífurit heldur sögðum við henni frá okkar lífi. Hún hafði einnig mikinn áhuga á því hvernig líf kvenna hefur breyst hér eftir hrun." Blaðakonan ræddi við Gerði Kristnýju og Eddu í um tvær klukkustundir en þá þurfti Gerður Kristný að flýta sér heim að horfa á Aðþrengdar eiginkonur. Gerður segir að gaman verði að sjá hvaða vinkil blaðakonan taki. „Það verður skemmtilegt að sjá greinina og hvað við, þessar ólíku konur sem þó eru svo líkar, höfðum að segja." Til gamans má geta að Gerður Kristný verður einnig viðmælandi breskrar þáttagerðakonu frá bresku ríkissjónvarpsstöðinni BBC í þætti sem verður unninn hér næstu daga og fjallar um Ísland og því nokkuð ljóst að mikill áhugi er bæði á landi og þjóð. -sara@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breiðholtinu Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Blaðakonan hafði samband við mig og sagðist vera að skrifa grein út frá könnun sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Hún vildi spjalla við mig um hvað mér fyndist um niðurstöðuna og líf íslenskra kvenna," segir rithöfundurinn Gerður Kristný. Blaðakona á vegum tímaritsins Marie Claire er stödd hér á landi og tók hún viðtal við nokkrar íslenskar konur um hagi kvenna hér á landi. Auk Gerðar Kristnýjar ræddi blaðakonan meðal annars við Kristínu Péturdsóttur, hjá Auði Capital, menntamálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur og Eddu Jónsdóttur, mannfræðing og þáttagerðarkonu hjá Ríkisútvarpinu, og verður greinin svo birt bæði í breska og ástralska Marie Claire eftir fáeina mánuði. Aðspurð segir auðvitað Gerður Kristný það ágætt að vera kona á Íslandi, þó margt mætti bæta, og nefnir í því sambandi launamun kynjanna og þá ábyrgð sem íslenskar stjórnmálakonur eru látnar taka á hruninu, en blaðakonan hafði þegar heyrt af því. „Við Edda Jónsdóttir mættum saman í viðtalið og vorum bara hreinskilnar og persónulegar. Við brugðum ekki upp neinni glansmynd hvað þá að við höfum þulið upp skífurit heldur sögðum við henni frá okkar lífi. Hún hafði einnig mikinn áhuga á því hvernig líf kvenna hefur breyst hér eftir hrun." Blaðakonan ræddi við Gerði Kristnýju og Eddu í um tvær klukkustundir en þá þurfti Gerður Kristný að flýta sér heim að horfa á Aðþrengdar eiginkonur. Gerður segir að gaman verði að sjá hvaða vinkil blaðakonan taki. „Það verður skemmtilegt að sjá greinina og hvað við, þessar ólíku konur sem þó eru svo líkar, höfðum að segja." Til gamans má geta að Gerður Kristný verður einnig viðmælandi breskrar þáttagerðakonu frá bresku ríkissjónvarpsstöðinni BBC í þætti sem verður unninn hér næstu daga og fjallar um Ísland og því nokkuð ljóst að mikill áhugi er bæði á landi og þjóð. -sara@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breiðholtinu Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira