Ástralski hasarkroppurinn Kylie Minogue kom fram með hljómsveitinni Scissor Sisters á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi um helgina.
Jake Shears, forsprakki Scissor Sisters, segist hafa sent söngkonunni smáskilaboð fyrir nokkrum vikum þar sem hann bað hana um að syngja með. Kylie var ekki lengi að svara með orðunum: „Hell yeah!"