Viljum við markaðssetningu á trú til skólabarna Guðmundur Ingi Markússon skrifar 3. nóvember 2010 00:01 Sæll aftur Örn Bárður. Í svargrein þinni til mín gerir þú lítið úr trúboði í skólum með því að segja að trúboð sé stundað víða. Þú spyrð hvort prestar séu meiri trúboðar en aðrir. Ég spyr: er Þjóðkirkjan evangelísk - boðberi fagnaðarerindisins? Þú talar um opið samfélag án þess að spyrja hinnar erfiðu spurningar: Hvar á að draga mörkin? Einhvers staðar hljóta þau að liggja. Tillögur mannréttindaráðs eru tilraun til þess að draga þessi mörk með hag skólabarna í huga. Trúboð er markaðssetning lífsskoðana. Á heimasíðu Gídeonfélagsins má lesa að markmið þess sé „að koma orði Guðs í hendur fólks á sem flestum aldursskeiðum þess" (gideon.is). Stundum ganga fulltrúar þeirra lengra en að dreifa Nýja Testamentinu meðal skólabarna og höfða til trúartilfinninga þeirra og leiða þau í bæn (sjá t.d. orvitinn.com/2010/10/23/12.30). Í sumum leikskólum koma prestar í heimsókn mánaðarlega. Fyrir fáeinum árum fréttist af því að í grunnskóla einum væri ávallt farið með morgunbæn. Í mörgum skólum er dreift upplýsingum um barnastarf kirkjunnar. Ekki má gleyma tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi þar sem talað er um aukin tengsl kirkjunnar, bæði við leikskóla og grunnskóla (kirkjuthing.is/mal/2010/14). Þetta er ekkert annað en trúboð. Það skýrir hin sterku viðbrögð kirkjunnar - hún er að missa spón úr aski sínum. En tryggjum við jafnræðið með því að hleypa fleiri trúboðum inn? Á eftir Gídeon gæti Imaminn dreift Kóraninum, hvað með Mormónsbók? Þú spyrð hvort við viljum ekki opið samfélag? Vissulega. En hvar eiga mörkin þá að liggja? Viljum við að Vottar Jehóva og Aðventistar dreifi ritum til 10. bekkinga þar sem þróunarkenningin er dregin í efa? Og hvað með trúfélög sem gætu fengið opinbera viðkenningu seinna meir? Vísindakirkjan prýdd öllum sínum Hollywoodstjörnum er viðurkennt trúfélag hjá frændum okkar Svíum. Myndum við opna fyrir þeim? Ég held ekki. Það þarf að draga skýra línu. Eina raunhæfa leiðin til þess er að tryggja að skólinn sé vettvangur fræðslu, ekki markaðssetningar. Er það mismunun að allir nema tveir fari í kirkjuferð? Er það rétt, með velferð barnanna í huga, að skilja þau frá hópnum? Hér verður að hafa í huga að skólinn er opinber, lögbundinn, og fyrir alla. Auðvitað verður að vera svigrúm fyrir foreldra að fá frí við sérstakar ástæður. En við hljótum að vera sammála um að utanaðkomandi starfssemi trufli skólastarfið sem minnst. Þú virðist gefa þér að þjóðkirkjufólk vilji trúboð í skólum. En það fylgir ekki sjálfkrafa. Undanfarna daga hef ég heyrt í foreldrum sem vilja vera í Þjóðkirkjunni en eru samt andvígir trúboði í skólum. Þú virðist einnig telja að trúlausir kjósi að skilja börn sín út úr hópnum. Fólk fer ólíkar leiðir. Margir foreldrar kjósa að kyngja eigin sannfæringu og hlífa börnum sínum við því að vera skilin frá félögum sínum verða þar með stimpluð „öðruvísi". En eru tillögur Mannréttindaráðs atlaga að mannréttindum meirihlutans? Hvernig má það vera þegar öllum verður áfram tryggð lögbundin fræðslu um kristindóminn samkvæmt Aðalnámsskrá? Tillögurnar snúa aðeins að sjálfri iðkun trúarinnar á skólatíma. Ef taka ætti fyrir fræðslu um kristna trú væri það að mínu viti ekki aðeins brot á mannréttindum meirihlutans heldur einnig minnihlutans. Sumir hafa snúið út úr trúfrelsinu þannig að það sé frelsi til trúar, ekki frá trú. En auðvitað felst líka í því rétturinn til trúleysis. Þetta á við í hinu opinbera rými þar sem skólinn er reistur, öllum til handa. Og þetta snýst ekki um miðstýringu. Að halda því fram að mannréttindi og trúfrelsi eigi að byggjast á því hverjir ráða í hverfum borgarinnar hverju sinni stenst ekki. Mannréttindi eru almenn og yfir slíkan hverfulleika hafin. Og hvað svo um „þöggun"? Enginn hefur talað fyrir þöggun um kristna trú. Fyrir utan að vera óverjandi væri slíkt líka ómögulegt í ljósi Aðalnámsskrár - sem tryggir einnig að kristin trú fái meira pláss en önnur trúarbrögð. Allt tal um þöggun er því rangt og jafnframt vantraust á skólakerfið. Hitt er annað mál að fleira verður að koma til en kristin fræði eigi að tryggja menningarlæsi. Þræðir íslenskrar menningar eru fleiri en svo, og í besta falli umdeilanlegt að grunnstefið sé krosssaumur og vefstóllinn úr krossviði. Í nýlegum netpistli segir „að til að geta notið menningararfs þjóðarinnar og okkar heimshluta er mikilvægt að kennslu í samfélagsfræðum, bókmenntum, myndlist, tónlist sem og trúarbragðafræðum og öðrum tengdum námsgreinum sé sinnt með fjölbreyttum og metnaðarfullum hætti" (Fésbókin: Björn Kristjánsson: Þetta var bara misskilningur!). Bætt menningarlæsi hlýtur að byggjast á þekkingu, ekki trúboði. Tölum um það sem skiptir máli. Hættum að gera öðrum upp skoðanir eins og „þöggun". Viljum við að hinn lögbundni, opinberi skóli sé vettvangur fyrir markaðssetningu trúarbragða? Viljum við að hann sé fyrir alla eða bara meirihlutann? Hér er ekki nóg að hver svari fyrir sig, eftir hverfulleika eigin þankagangs í sínu horni. Mannréttindi eru almenn og yfir slíkt hafin. Þess vegna þarf skýrar línur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Sæll aftur Örn Bárður. Í svargrein þinni til mín gerir þú lítið úr trúboði í skólum með því að segja að trúboð sé stundað víða. Þú spyrð hvort prestar séu meiri trúboðar en aðrir. Ég spyr: er Þjóðkirkjan evangelísk - boðberi fagnaðarerindisins? Þú talar um opið samfélag án þess að spyrja hinnar erfiðu spurningar: Hvar á að draga mörkin? Einhvers staðar hljóta þau að liggja. Tillögur mannréttindaráðs eru tilraun til þess að draga þessi mörk með hag skólabarna í huga. Trúboð er markaðssetning lífsskoðana. Á heimasíðu Gídeonfélagsins má lesa að markmið þess sé „að koma orði Guðs í hendur fólks á sem flestum aldursskeiðum þess" (gideon.is). Stundum ganga fulltrúar þeirra lengra en að dreifa Nýja Testamentinu meðal skólabarna og höfða til trúartilfinninga þeirra og leiða þau í bæn (sjá t.d. orvitinn.com/2010/10/23/12.30). Í sumum leikskólum koma prestar í heimsókn mánaðarlega. Fyrir fáeinum árum fréttist af því að í grunnskóla einum væri ávallt farið með morgunbæn. Í mörgum skólum er dreift upplýsingum um barnastarf kirkjunnar. Ekki má gleyma tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi þar sem talað er um aukin tengsl kirkjunnar, bæði við leikskóla og grunnskóla (kirkjuthing.is/mal/2010/14). Þetta er ekkert annað en trúboð. Það skýrir hin sterku viðbrögð kirkjunnar - hún er að missa spón úr aski sínum. En tryggjum við jafnræðið með því að hleypa fleiri trúboðum inn? Á eftir Gídeon gæti Imaminn dreift Kóraninum, hvað með Mormónsbók? Þú spyrð hvort við viljum ekki opið samfélag? Vissulega. En hvar eiga mörkin þá að liggja? Viljum við að Vottar Jehóva og Aðventistar dreifi ritum til 10. bekkinga þar sem þróunarkenningin er dregin í efa? Og hvað með trúfélög sem gætu fengið opinbera viðkenningu seinna meir? Vísindakirkjan prýdd öllum sínum Hollywoodstjörnum er viðurkennt trúfélag hjá frændum okkar Svíum. Myndum við opna fyrir þeim? Ég held ekki. Það þarf að draga skýra línu. Eina raunhæfa leiðin til þess er að tryggja að skólinn sé vettvangur fræðslu, ekki markaðssetningar. Er það mismunun að allir nema tveir fari í kirkjuferð? Er það rétt, með velferð barnanna í huga, að skilja þau frá hópnum? Hér verður að hafa í huga að skólinn er opinber, lögbundinn, og fyrir alla. Auðvitað verður að vera svigrúm fyrir foreldra að fá frí við sérstakar ástæður. En við hljótum að vera sammála um að utanaðkomandi starfssemi trufli skólastarfið sem minnst. Þú virðist gefa þér að þjóðkirkjufólk vilji trúboð í skólum. En það fylgir ekki sjálfkrafa. Undanfarna daga hef ég heyrt í foreldrum sem vilja vera í Þjóðkirkjunni en eru samt andvígir trúboði í skólum. Þú virðist einnig telja að trúlausir kjósi að skilja börn sín út úr hópnum. Fólk fer ólíkar leiðir. Margir foreldrar kjósa að kyngja eigin sannfæringu og hlífa börnum sínum við því að vera skilin frá félögum sínum verða þar með stimpluð „öðruvísi". En eru tillögur Mannréttindaráðs atlaga að mannréttindum meirihlutans? Hvernig má það vera þegar öllum verður áfram tryggð lögbundin fræðslu um kristindóminn samkvæmt Aðalnámsskrá? Tillögurnar snúa aðeins að sjálfri iðkun trúarinnar á skólatíma. Ef taka ætti fyrir fræðslu um kristna trú væri það að mínu viti ekki aðeins brot á mannréttindum meirihlutans heldur einnig minnihlutans. Sumir hafa snúið út úr trúfrelsinu þannig að það sé frelsi til trúar, ekki frá trú. En auðvitað felst líka í því rétturinn til trúleysis. Þetta á við í hinu opinbera rými þar sem skólinn er reistur, öllum til handa. Og þetta snýst ekki um miðstýringu. Að halda því fram að mannréttindi og trúfrelsi eigi að byggjast á því hverjir ráða í hverfum borgarinnar hverju sinni stenst ekki. Mannréttindi eru almenn og yfir slíkan hverfulleika hafin. Og hvað svo um „þöggun"? Enginn hefur talað fyrir þöggun um kristna trú. Fyrir utan að vera óverjandi væri slíkt líka ómögulegt í ljósi Aðalnámsskrár - sem tryggir einnig að kristin trú fái meira pláss en önnur trúarbrögð. Allt tal um þöggun er því rangt og jafnframt vantraust á skólakerfið. Hitt er annað mál að fleira verður að koma til en kristin fræði eigi að tryggja menningarlæsi. Þræðir íslenskrar menningar eru fleiri en svo, og í besta falli umdeilanlegt að grunnstefið sé krosssaumur og vefstóllinn úr krossviði. Í nýlegum netpistli segir „að til að geta notið menningararfs þjóðarinnar og okkar heimshluta er mikilvægt að kennslu í samfélagsfræðum, bókmenntum, myndlist, tónlist sem og trúarbragðafræðum og öðrum tengdum námsgreinum sé sinnt með fjölbreyttum og metnaðarfullum hætti" (Fésbókin: Björn Kristjánsson: Þetta var bara misskilningur!). Bætt menningarlæsi hlýtur að byggjast á þekkingu, ekki trúboði. Tölum um það sem skiptir máli. Hættum að gera öðrum upp skoðanir eins og „þöggun". Viljum við að hinn lögbundni, opinberi skóli sé vettvangur fyrir markaðssetningu trúarbragða? Viljum við að hann sé fyrir alla eða bara meirihlutann? Hér er ekki nóg að hver svari fyrir sig, eftir hverfulleika eigin þankagangs í sínu horni. Mannréttindi eru almenn og yfir slíkt hafin. Þess vegna þarf skýrar línur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun