Erlent

Fréttamenn í sprengingu í Pakistan

MYND/AP
Fjórir eru látnir hið minnsta eftir að sprengja sprakk í Norðvesturhluta Pakistans. Að minnsta kosti þrír útlendingar létust í árásinni að sögn lögreglu á svæðinu en ekki hefur verið gefið upp af hvaða þjóðerni þeir voru. Hópur fréttamanna var á ferð í bílalest á vegum hersins þegar sprengjan, sem komið hafði verið fyrir í vegarkantinum sprakk. Að minnsta kosti 25 særðust í árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×