Erlent

Margskipti um dulargervi dagana fyrir sprenginguna

Danska lögreglan er engu nær um hver hann er, sprengjumaðurinn á Hótel Jörgensen sem margskipti um dulargervi dagana fyrir sprenginguna.
Danska lögreglan er engu nær um hver hann er, sprengjumaðurinn á Hótel Jörgensen sem margskipti um dulargervi dagana fyrir sprenginguna.
Lögreglan í Danmörku hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum hótelsins þar sem sprengja sprakk á föstudaginn. Hún hefur enn ekki náð að bera kennsl á manninn sem hún hefur í haldi grunaðan um að bera ábyrgð á sprengingunni.

Eina sem lögreglan veit er að maðurinn er um fertugt, og talar þýsku, frönsku og ensku. Hann hefur ekki sagt eitt aukatekið orð við lögreglu síðan hann var handtekinn en hann var með að minnsta kosti þrjú vegabréf í fórum sínum, meðal annars frá Belgíu og Lúxemborg.

Á myndskeiðum sem lögregla hefur birt úr eftirlitsmyndavélum sést maðurinn fara inn á klósett Jörgensen hótelsins á föstudaginn. Þar var hann í 38 mínútur að sýsla við sprengiefni sem hann hafði í fórum sínum. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis hjá manninum því lítil sprenging varð inn á klósettinu og særðist maðurinn nokkuð við það. Á myndskeiðinu sést þegar hann leggur á flótta, nokkuð ringlaður en maðurinn fannst tveimur klukkustundum síðar í Örsstedsparken sem er hinum megin við götuna.

Höfuðáhersla lögreglu nú er að finna út hver þessi maður er og hvað hann ætlaði sér.

Ekstrabladet sagði frá því í dag að í fórum mannsins hefði fundist kort þar sem heimilisfang Jótlandspóstins var merkt sérstaklega en það er blaðið sem birti skopmyndir af Múhameð spámanni. Danska lögreglan hefur ekki viljað staðfesta að Jótlandspósturinn hafi verið sérstakt skotmark mannsins en segir hins vegar að allt bendi til þess að um misheppnað hryðjuverk sé að ræða.


Tengdar fréttir

Önnur sprenging í Kaupmannahöfn

Danskir fjölmiðlar segja að fyrir stundu hafi heyrst sprenging í Örstedsparket í Kaupmannahöfn þar sem lögreglan situr um mann sem talinn er hafa ætlað að gera sjálfsmorðssprengjuárás í borginni.

Sprengingin ekki hryðjuverk

Nú er talið að ekki hafi verið um tilraun til hryðjuverks að ræða þegar að sprengja sprakk á hóteli í Kaupmannahöfn í dag.

Öryggisgæsla hert við heimili Westergaard

Lögreglan í Danmörku hefur upplýsingar um að dagblaðið Jótlandspósturinn hafi verið skotmark mannsins sem er í haldi eftir að sprengja sprakk í miðborg Kaupmannahafnar. Ritstjórar blaðsins eru í strangri öryggisgæslu.

Neitar að svara spurningum

Maðurinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær vegna sprengjutilræðis á hóteli í miðborginni neitar svara spurningum í yfirheyrslum. Lögreglan hefur því ekki enn ekki fundið út hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk eða ekki. Hann liggur á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en hann særðist þegar sprengjan sprakk á hótel Jörgensen, skammt frá Nörreport, í gær. Honum er lýst sem enskumælandi, með Miðjarðarhafshreim.

Talinn hafa ætlað að myrða ritstjóra Jótlandspóstsins

Danska lögreglan fann kort með heimilisfangi Jótlandspóstsins á hótelherbergi mannsins sem talinn er bera ábyrgð á sprengjunni sem sprakk í Kaupmannahöfn á föstudag. Grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað ráða ritstjóra blaðsins af dögum með sprengjutilræði en Jótlandspósturinn vakti mikla reiði á meðal múslima með birtingu sinn á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Ritstjórarnir hafa um helgina verið í mikilli gæslu og hafa klæðst skotheldum vestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×