Lífið

Byrjaður að reykja aftur

Neeson féll á reykingabindindinu við tökur á A-Team.
Neeson féll á reykingabindindinu við tökur á A-Team.
Liam Neeson kennir leik sínum í hasarmyndinni A-Team um að hann sé byrjaður aftur að reykja.

Neeson hefur ekki snert tóbak í sextán ár en persónan sem hann leikur í kvikmyndinni er ákaflega hrifin af stórum vindlum.

Í fyrstu voru notaðir gervivindlar enda harðneitaði Neeson að reykja alvöruvindla.

„Ég er fíkill," á Neeson að hafa sagt við leikmunadeildina þegar starfsmennirnir reyndu að troða upp í hann alvöruvindli.

Áður en yfir lauk hafði Neeson hins vegar fundið alvöruvindla og þá varð ekki aftur snúið. „En ef við gerum framhaldsmynd þá mun ég nota gúmmívindla."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.