Þurfa ekki lengur að ljúga í hernum 23. desember 2010 07:00 Barack Obama undirritar lögin að viðstöddum leiðtogum demókrata á þingi, þeim Nancy Pelosi og Harry Reed.fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfirstjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmálaráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkynhneigð, sem veita þurfi hermönnum, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkynhneigð þegar svefnplássi í herskálum er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Frá því að Bill Clinton var forseti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðlun milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi málamiðlun var frá fyrsta degi þyrnir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við samkynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóvember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í fulltrúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að samþykkja nýjan samning við Rússland um fækkun kjarnorkuvopna. - gb Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfirstjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmálaráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkynhneigð, sem veita þurfi hermönnum, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkynhneigð þegar svefnplássi í herskálum er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Frá því að Bill Clinton var forseti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðlun milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi málamiðlun var frá fyrsta degi þyrnir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við samkynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóvember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í fulltrúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að samþykkja nýjan samning við Rússland um fækkun kjarnorkuvopna. - gb
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira