Þurfa ekki lengur að ljúga í hernum 23. desember 2010 07:00 Barack Obama undirritar lögin að viðstöddum leiðtogum demókrata á þingi, þeim Nancy Pelosi og Harry Reed.fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfirstjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmálaráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkynhneigð, sem veita þurfi hermönnum, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkynhneigð þegar svefnplássi í herskálum er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Frá því að Bill Clinton var forseti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðlun milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi málamiðlun var frá fyrsta degi þyrnir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við samkynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóvember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í fulltrúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að samþykkja nýjan samning við Rússland um fækkun kjarnorkuvopna. - gb Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfirstjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmálaráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkynhneigð, sem veita þurfi hermönnum, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkynhneigð þegar svefnplássi í herskálum er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Frá því að Bill Clinton var forseti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðlun milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi málamiðlun var frá fyrsta degi þyrnir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við samkynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóvember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í fulltrúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að samþykkja nýjan samning við Rússland um fækkun kjarnorkuvopna. - gb
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“