Aðför að hjúkrun og öryggi sjúklinga Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 4. desember 2010 06:00 Heilbrigðisráðherra er um þessar mundir að kynna breytingar á hagræðingaráformum í heilbrigðisþjónustu. Þær tillögur sem nú eru kynntar eru sagðar lagðar fram með hliðsjón af þeim athugasemdum sem stjórnendur, sveitastjórnir og hagsmunasamtök gerðu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011. Látið er að því liggja að verið sé að milda hagræðingarkröfurnar og draga úr þeirri miklu skerðingu á þjónustu sem fjárlagafrumvarpið bar með sér. En er það svo? Í frumvarpi til fjárlaga voru greiðslur fyrir hvert sjúkrarými víðast færðar niður úr 64.000- króna á sólarhring í tæp 39.000. Í hinum breyttu tillögum er aldeilis bætt um betur. Nú er lagt til að greiðsla fyrir hvert almennt sjúkrarými verði kr. 23.621 á sólarhring og er þeirri greiðslu ætlað að standa undir umönnunar- og hjúkrunarþætti á sjúkrasviðunum. Enn er því þrengt að. Þessi greiðsla miðast við meðal daggjald fyrir hjúkrunarrými að viðbættu 15% álagi. Auk þessa bætist við óskilgreint álag vegna smæðar eininga og fjölda útstöðva. Öllum sem þekkja til reksturs sjúkrahúsa má vera ljóst að þessar greiðslur eru allt of lágar. Forstöðumenn hjúkrunarheimila hafa misserum saman talið daggjöld fyrir hjúkrunarrými allt of lág. Þó íbúar hjúkrunarheimila þurfi nú mun sérhæfðari og meiri hjúkrun en var fyrir nokkrum árum er ljóst að þeir sem nýta sjúkrarými heilbrigðisstofnana þurfa almennt enn meiri og sérhæfðari hjúkrunarþjónustu en veitt er á hjúkrunarheimilum. Afleiðingar þessarar skerðingar, ef af verður, verða alvarlegar. Faglærðum starfsmönnum verður fækkað til að lækka launakostnað, gæði þjónustunnar minnka, öryggi sjúklinga verður ógnað og kostnaður eykst þegar til lengri tíma og á heildina er litið. Fylgikvillum meðferða mun fjölga og legutími mun lengjast. Fjöldi erlendra rannsókna virtra fræðimanna hafa sýnt að beint samband er á milli samsetningar þess mannafla sem veitir heilbrigðisþjónustu og þess hvernig sjúklingum reiðir af. Auk þeirra alvarlegu og neikvæðu áhrifa sem tillaga þessi mun hafa á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, nái hún fram að ganga, mun hún hafa veruleg áhrif á möguleika fagmenntaðs fólks til búsetu á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra er um þessar mundir að kynna breytingar á hagræðingaráformum í heilbrigðisþjónustu. Þær tillögur sem nú eru kynntar eru sagðar lagðar fram með hliðsjón af þeim athugasemdum sem stjórnendur, sveitastjórnir og hagsmunasamtök gerðu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011. Látið er að því liggja að verið sé að milda hagræðingarkröfurnar og draga úr þeirri miklu skerðingu á þjónustu sem fjárlagafrumvarpið bar með sér. En er það svo? Í frumvarpi til fjárlaga voru greiðslur fyrir hvert sjúkrarými víðast færðar niður úr 64.000- króna á sólarhring í tæp 39.000. Í hinum breyttu tillögum er aldeilis bætt um betur. Nú er lagt til að greiðsla fyrir hvert almennt sjúkrarými verði kr. 23.621 á sólarhring og er þeirri greiðslu ætlað að standa undir umönnunar- og hjúkrunarþætti á sjúkrasviðunum. Enn er því þrengt að. Þessi greiðsla miðast við meðal daggjald fyrir hjúkrunarrými að viðbættu 15% álagi. Auk þessa bætist við óskilgreint álag vegna smæðar eininga og fjölda útstöðva. Öllum sem þekkja til reksturs sjúkrahúsa má vera ljóst að þessar greiðslur eru allt of lágar. Forstöðumenn hjúkrunarheimila hafa misserum saman talið daggjöld fyrir hjúkrunarrými allt of lág. Þó íbúar hjúkrunarheimila þurfi nú mun sérhæfðari og meiri hjúkrun en var fyrir nokkrum árum er ljóst að þeir sem nýta sjúkrarými heilbrigðisstofnana þurfa almennt enn meiri og sérhæfðari hjúkrunarþjónustu en veitt er á hjúkrunarheimilum. Afleiðingar þessarar skerðingar, ef af verður, verða alvarlegar. Faglærðum starfsmönnum verður fækkað til að lækka launakostnað, gæði þjónustunnar minnka, öryggi sjúklinga verður ógnað og kostnaður eykst þegar til lengri tíma og á heildina er litið. Fylgikvillum meðferða mun fjölga og legutími mun lengjast. Fjöldi erlendra rannsókna virtra fræðimanna hafa sýnt að beint samband er á milli samsetningar þess mannafla sem veitir heilbrigðisþjónustu og þess hvernig sjúklingum reiðir af. Auk þeirra alvarlegu og neikvæðu áhrifa sem tillaga þessi mun hafa á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, nái hún fram að ganga, mun hún hafa veruleg áhrif á möguleika fagmenntaðs fólks til búsetu á landsbyggðinni.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar