Erlent

Kaliforníubúar orðnir andvígir lögleiðingu marijúana

Ný skoðanankönnun sýnir að meirihluti Kalíforníubúa er orðinn andvígur því að lögleiða almenna neyslu maríjúana.

Samkvæmt könnuninni ætla 53% Kaliforníubúa að greiða atkvæði gegn því að leyfa fíkniefnið og 43% vilja lögleiða það. Kosið verður um málið í næsta mánuði.

Í svipaðri könnun frá því í sumar voru álíka margir með og á móti. Marijúana til lækninga var lögleitt í Kaliforníu fyrir 14 árum.

Meðal þeirra sem þykja hlynntir því að leyfa notkun marijúana til almennrar neyslu er ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger en hann telur að slíkt muni auka tekjurnar hjá bágbornum ríkiskassa Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×