Kvikmynd um ævintýraför Thors Vilhjálms frumsýnd 13. júlí 2010 09:15 Thor Vilhjálmsson á Spáni í pílagrímsförinni miklu. Thor Vilhjálmsson gekk um 800 kílómetra til Santiago de Compostela á Spáni árið 2005. Ferðin var kvikmynduð og verður myndin, sem er í fimm hlutum, frumsýnd á næstunni. Thor lenti í ýmsu á ferðalaginu og var ráðlagt að vera með göngustaf til að berja frá sér villihunda. „Þetta var svakalegt átak, að berjast við þreytuna og við í tökuliðinu að berjast fyrir okkar hlutum," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Erlendur Sveinsson. Thor Vilhjálmsson skáld fór í pílagrímsgöngu árið 2005 til Santiago de Compostela á Spáni. Erlendur og tökulið hans fylgdu Thor um 800 kílómetra leið og verður kvikmynd um förina gefin út í fimm hlutum. Myndin verður frumsýnd í Teatro Principal í hjarta Santiagoborgar 29. júlí og frumsýningar á Íslandi eru fyrirhugaðar í kvikmyndahúsi í haust og fram eftir vetri. Erlendur segir ferðina hafa verið mikla ævintýraför, enda leiðin gríðarlega löng og erfið. „Það var allur þremillinn sem kom upp á," segir hann. „Þetta var ekki eins og að drekka vatn. Það var endalaust mótlæti. Maður var með hugmyndir um að ná ákveðnum hlutum og það var ekki alltaf hægt." Myndin er að sögn Erlendar á mörkum heimildarmyndar og leikinnar myndar. Hann bætir þó við að raunverulegar hættur hafi skapast og að Thor hafi til að mynda veikst í ferðinni. „Það er reyndar ekki í fyrsta hlutanum, en hann veiktist í ferðinni," segir Erlendur. „Það var krítískt fyrir okkur, við vorum stopp og skáldið í rúminu. Við kölluðum á sjúkrabíl og það kom heilt gengi af mönnum í sæluhúsið til okkar. Við fundum út að hann myndi jafna sig. Og hann reis upp." Villihundar eru líka stórhættulegir á svæðinu. Þegar rithöfundurinn Paulo Coelho fór sömu leið snéri hann til baka vegna hundsbits. Þá var hann staddur í bænum sem Thor var sem veikastur. Coelho skrifaði Alkemistann, en Thor þýddi hana á Íslensku. - Réðust hundar á Thor? „Hundar ógnuðu honum. Enda fékk hann ráð áður en hann lagði af stað frá séra Jakobi Roland í Landakotskirkju að fá sér göngustaf til að geta barið frá sér." Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Thor Vilhjálmsson gekk um 800 kílómetra til Santiago de Compostela á Spáni árið 2005. Ferðin var kvikmynduð og verður myndin, sem er í fimm hlutum, frumsýnd á næstunni. Thor lenti í ýmsu á ferðalaginu og var ráðlagt að vera með göngustaf til að berja frá sér villihunda. „Þetta var svakalegt átak, að berjast við þreytuna og við í tökuliðinu að berjast fyrir okkar hlutum," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Erlendur Sveinsson. Thor Vilhjálmsson skáld fór í pílagrímsgöngu árið 2005 til Santiago de Compostela á Spáni. Erlendur og tökulið hans fylgdu Thor um 800 kílómetra leið og verður kvikmynd um förina gefin út í fimm hlutum. Myndin verður frumsýnd í Teatro Principal í hjarta Santiagoborgar 29. júlí og frumsýningar á Íslandi eru fyrirhugaðar í kvikmyndahúsi í haust og fram eftir vetri. Erlendur segir ferðina hafa verið mikla ævintýraför, enda leiðin gríðarlega löng og erfið. „Það var allur þremillinn sem kom upp á," segir hann. „Þetta var ekki eins og að drekka vatn. Það var endalaust mótlæti. Maður var með hugmyndir um að ná ákveðnum hlutum og það var ekki alltaf hægt." Myndin er að sögn Erlendar á mörkum heimildarmyndar og leikinnar myndar. Hann bætir þó við að raunverulegar hættur hafi skapast og að Thor hafi til að mynda veikst í ferðinni. „Það er reyndar ekki í fyrsta hlutanum, en hann veiktist í ferðinni," segir Erlendur. „Það var krítískt fyrir okkur, við vorum stopp og skáldið í rúminu. Við kölluðum á sjúkrabíl og það kom heilt gengi af mönnum í sæluhúsið til okkar. Við fundum út að hann myndi jafna sig. Og hann reis upp." Villihundar eru líka stórhættulegir á svæðinu. Þegar rithöfundurinn Paulo Coelho fór sömu leið snéri hann til baka vegna hundsbits. Þá var hann staddur í bænum sem Thor var sem veikastur. Coelho skrifaði Alkemistann, en Thor þýddi hana á Íslensku. - Réðust hundar á Thor? „Hundar ógnuðu honum. Enda fékk hann ráð áður en hann lagði af stað frá séra Jakobi Roland í Landakotskirkju að fá sér göngustaf til að geta barið frá sér."
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira