Erlent

Áformum Ísraela mótmælt

Biden með Abbas í gær. Mynd/AP
Biden með Abbas í gær. Mynd/AP

Ákvörðun ísraelskra yfirvalda að leyfa byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem hefur víða verið mótmælt. Arababandalagið, Evrópusambandið, Bretar og Frakkar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Það sama gerir Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem heldur heim í dag eftir þriggja daga heimsókn í Ísrael og Palestínu.

Ákvörðun Ísraela hefur skyggt á heimsókn varaforsetans sem telur tímabært að stríðandi fylkingar semji um frið. Biden fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu í gær og að loknum fundi sagði hann að Palestínumenn ættu skilið að eignast eigið ríki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×