Ódýrt í sund í Kópavogi Gunnsteinn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2010 06:00 Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 tekur sem eðlilegt er mið af slæmu efnahagslegu árferði. Gert er ráð fyrir að allir sem vettlingi geti valdið leggi eitthvað af mörkum til að standa megi vörð um grunnþjónustuna í bænum. Gerð er rík krafa um hagræðingu á öllum sviðum í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og standa þeir saman að henni. Í fjárhagsáætlun ársins 2010 felst málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa með það sameiginlega markmið að vernda grunnþjónustu við bæjarbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki. Þrátt fyrir erfið efnahagsleg skilyrði hefur með samstilltu átaki tekist að semja raunhæfa áætlun sem gerir ráð fyrir lítilsháttar rekstrarafgangi. Samt má ekki mikið út af bregða ef endar eiga að ná saman. Aldraðir, 67 ára og eldri, hafa um langt skeið notið niðurgreiðslu úr bæjarsjóði á gjaldi í sundlaugar. Þessi niðurgreiðsla af liðum Félagsþjónustu Kópavogs hefur numið um 7 milljónum króna á ári. Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja verður að taka strangara tillit til forgangsröðunar en í góðæri, einkum og sér í lagi á vettvangi félagsþjónustu. Niðurgreiðslu verður ekki hætt fyrir þennan aldursflokk, eins og hefur mátt skilja af umræðunni. Hún verður hins vegar minnkuð þannig að framvegis verður farið fram á gjald af einstaklingum á þessum aldri í sundlaugar Kópavogs sem nemur tæpum þriðjungi af fullu gjaldi; það verður 120 kr. en fullt gjald er 350 kr. Svo má fá helmingsafslátt af 120 kr. gjaldinu með því að kaupa 60 punkta kort á 3.600 kr. sem veitir aðgang að sundlaugunum í 60 skipti. Árskort mun kosta 7.500 kr. fyrir 67 ára og eldri en fullt gjald er 21.000 kr. Hafa ber í huga að gjaldskrá sundlauga í Kópavogi hefur ekki verið breytt frá árinu 2005 en á þeim tíma hefur orðið um 49% vísitöluhækkun. Gjaldskrárbreytingarnar nú eru langt innan þeirra marka. Á það skal enn fremur bent að félög á borð við Félag eldri borgara getur gert samning fyrir sína félagsmenn um kaup á aðgangskorti í sundlaugar Kópavogs á sérstökum vildarkjörum. Til þess verður að hafa beint samband við viðkomandi sundlaug. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því tilefni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 tekur sem eðlilegt er mið af slæmu efnahagslegu árferði. Gert er ráð fyrir að allir sem vettlingi geti valdið leggi eitthvað af mörkum til að standa megi vörð um grunnþjónustuna í bænum. Gerð er rík krafa um hagræðingu á öllum sviðum í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og standa þeir saman að henni. Í fjárhagsáætlun ársins 2010 felst málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa með það sameiginlega markmið að vernda grunnþjónustu við bæjarbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki. Þrátt fyrir erfið efnahagsleg skilyrði hefur með samstilltu átaki tekist að semja raunhæfa áætlun sem gerir ráð fyrir lítilsháttar rekstrarafgangi. Samt má ekki mikið út af bregða ef endar eiga að ná saman. Aldraðir, 67 ára og eldri, hafa um langt skeið notið niðurgreiðslu úr bæjarsjóði á gjaldi í sundlaugar. Þessi niðurgreiðsla af liðum Félagsþjónustu Kópavogs hefur numið um 7 milljónum króna á ári. Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja verður að taka strangara tillit til forgangsröðunar en í góðæri, einkum og sér í lagi á vettvangi félagsþjónustu. Niðurgreiðslu verður ekki hætt fyrir þennan aldursflokk, eins og hefur mátt skilja af umræðunni. Hún verður hins vegar minnkuð þannig að framvegis verður farið fram á gjald af einstaklingum á þessum aldri í sundlaugar Kópavogs sem nemur tæpum þriðjungi af fullu gjaldi; það verður 120 kr. en fullt gjald er 350 kr. Svo má fá helmingsafslátt af 120 kr. gjaldinu með því að kaupa 60 punkta kort á 3.600 kr. sem veitir aðgang að sundlaugunum í 60 skipti. Árskort mun kosta 7.500 kr. fyrir 67 ára og eldri en fullt gjald er 21.000 kr. Hafa ber í huga að gjaldskrá sundlauga í Kópavogi hefur ekki verið breytt frá árinu 2005 en á þeim tíma hefur orðið um 49% vísitöluhækkun. Gjaldskrárbreytingarnar nú eru langt innan þeirra marka. Á það skal enn fremur bent að félög á borð við Félag eldri borgara getur gert samning fyrir sína félagsmenn um kaup á aðgangskorti í sundlaugar Kópavogs á sérstökum vildarkjörum. Til þess verður að hafa beint samband við viðkomandi sundlaug. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun