Erlent

Öfgamenn tapa í Írak

Óli Tynes skrifar
Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.
Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.

Fyrstu tölur úr kosningunum í Írak um síðustu helgi sýna að Nouri al-Maliki forsætisráðherra hefur forskot í tveim shía héruðum í suðurhluta landsins. Þar var hann upp á móti harðlínu trúarflokkum með náin tengsl við Íran.

Þetta eru fyrstu vísbendingarnar sem koma frá yfirkjörstjórn Íraks eftir kosningarnar. Landsmenn bíða nú með eftirvæntingu eftir úrslitunum í hinum kjördæmunum 16.

Þrátt fyrir hótanir og árásir öfgamanna í Írak á kjósendur var kjörsókn yfir sextíu prósent. Svipað og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um ICESAVE á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×