Erlent

Til flugfélags til að fremja hryðjuverk

Óli Tynes skrifar

Tölvusérfræðingur hjá British Airways hefur verið ákærður fyrir að fyrirskipa sjálfsmorðsárásir, meðal annars árás sem hann ætlaði að gera sjálfur.

Rajib Karim er 30 ára gamall fæddur í Bangladesh. Í ákærunni segir að hann hafi sótt um starf hjá British Airways gagngert til þess að finna leiðir til að fremja hryðjuverk.

Á síðastliðnum fjórum árum hafi hann verið í sambandi við samsærismenn í heimalandi sínu og einnig í Pakistan og Yemen.

Ákærandinn segir að Karim hafi veitt upplýsingar um starf sitt hjá British Airways og um ýmsa þætti öryggismála hjá félaginu.

Hann er einnig sakaður um að hafa safnað fé og sent til hryðjuverkafélaga sinna erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×