Ráðning forstjóra OR Haraldur Flosi Tryggvason skrifar 27. desember 2010 06:00 Orkuveita Reykjavíkur er um margt sérstakt fyrirtæki. Hún var stofnuð með sérstökum lögum til að annast grunnþjónustu við almenning í sveitarfélögnunum sem að því stóðu. Á þeim grunni hóf sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur starfsemi sína en hefur síðan þanið út vængi sína og rekur nú ýmsa starfsemi, svo sem orkuframleiðslu og gagnaveitu, á hreinum viðskiptalegum forsendum. Sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur er því „opinbert" fyrirtæki í þeim skilningi að opinberir aðilar eiga það og stærsti hluti rekstursins er almannaþjónusta. Á hinn bóginn er fyrirtækinu jafnframt ætlað að stunda samkeppnisrekstur á viðskiptalegum grunni. Einhver gæti ályktað að þetta fyrirkomulag rekstrar Orkuveitu Reykjavíkur fæli í sér þverstæðu þar sem um ósamrýmanleg markmið væri að ræða. Aðrir telja að þetta rekstrarform geti leitt til verulegrar hagkvæmni og þar með fært íbúum þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum standa umtalsverðar hagsbætur. Sjálfsagt eru fleiri sammála síðarnefnda sjónarmiðinu þegar vel árar en færri þegar reksturinn er þungur. En hversvegna er þetta tíundað hér? Jú - starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var nýlega auglýst laust til umsóknar. Við undirbúning þess verks vöknuðu ýmsar spurningar um eðli og inntak starfsins sem og forsendur ráðningarinnar almennt, umfram það sem almennt gerist um slíkar ákvarðanir. Leiðir þetta af því umhverfi sem rekstrinum er búið og áður er lýst. Það er ekki að undra að til svo snúins verkefnis þarf að vanda sérstaklega til ráðningar. Stjórn OR hefur í samstarfi við starfsfólk mótað gagnsætt og vandað ráðningarferli í leit sinni að reyndum leiðtoga sem hefur áhuga á að nýta hæfileika sína í þágu mikilvægrar almannaþjónustu. Nýr forstjóri þarf í senn að láta almannahagsmunina svífa yfir vötnum og berjast á samkeppnismarkaði; þjóna íbúum á sama tíma og keppt er við suma þeirra. Það er von mín að hæfileikaríkt fólk, sem uppfyllir þær hæfniskröfur sem til umsækjenda eru gerðar, sjái ögrun við sitt hæfi í verkefni sem þessu, kynni sér starfið og sæki um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur er um margt sérstakt fyrirtæki. Hún var stofnuð með sérstökum lögum til að annast grunnþjónustu við almenning í sveitarfélögnunum sem að því stóðu. Á þeim grunni hóf sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur starfsemi sína en hefur síðan þanið út vængi sína og rekur nú ýmsa starfsemi, svo sem orkuframleiðslu og gagnaveitu, á hreinum viðskiptalegum forsendum. Sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur er því „opinbert" fyrirtæki í þeim skilningi að opinberir aðilar eiga það og stærsti hluti rekstursins er almannaþjónusta. Á hinn bóginn er fyrirtækinu jafnframt ætlað að stunda samkeppnisrekstur á viðskiptalegum grunni. Einhver gæti ályktað að þetta fyrirkomulag rekstrar Orkuveitu Reykjavíkur fæli í sér þverstæðu þar sem um ósamrýmanleg markmið væri að ræða. Aðrir telja að þetta rekstrarform geti leitt til verulegrar hagkvæmni og þar með fært íbúum þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum standa umtalsverðar hagsbætur. Sjálfsagt eru fleiri sammála síðarnefnda sjónarmiðinu þegar vel árar en færri þegar reksturinn er þungur. En hversvegna er þetta tíundað hér? Jú - starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var nýlega auglýst laust til umsóknar. Við undirbúning þess verks vöknuðu ýmsar spurningar um eðli og inntak starfsins sem og forsendur ráðningarinnar almennt, umfram það sem almennt gerist um slíkar ákvarðanir. Leiðir þetta af því umhverfi sem rekstrinum er búið og áður er lýst. Það er ekki að undra að til svo snúins verkefnis þarf að vanda sérstaklega til ráðningar. Stjórn OR hefur í samstarfi við starfsfólk mótað gagnsætt og vandað ráðningarferli í leit sinni að reyndum leiðtoga sem hefur áhuga á að nýta hæfileika sína í þágu mikilvægrar almannaþjónustu. Nýr forstjóri þarf í senn að láta almannahagsmunina svífa yfir vötnum og berjast á samkeppnismarkaði; þjóna íbúum á sama tíma og keppt er við suma þeirra. Það er von mín að hæfileikaríkt fólk, sem uppfyllir þær hæfniskröfur sem til umsækjenda eru gerðar, sjái ögrun við sitt hæfi í verkefni sem þessu, kynni sér starfið og sæki um.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun