Erlent

Ekki sérlega vel heppnuð ferð

Óli Tynes skrifar
Joe Biden með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna.
Joe Biden með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Mynd/AP

Ekki er líklegt að heimsókn Joes Biden, varaforseta Bandaríkjanna til Miðausturlanda verði til þess að Ísraelar og Palestínumenn hefji friðarviðræður á nýjan leik.

Af ótrúlegum klaufaskap tilkynntu Ísraelar meðan hann var þar staddur að þeir hyggðust byggja 1600 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem.

Famkvæmdir Ísraela á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem eru einmitt meðal heitustu deilumálanna sem valda því að ekki hefur tekist að endurvekja friðarferlið.

Bandaríkin hafa mjög þrýst á Ísrael að hætta þessum húsbyggingum. Biden fordæmdi þetta harðlega og uppskar óánægða Ísraela.

Þegar hann kvaddi var hinsvegar allt fyrirgefið og hann sagði að Ísrael væri besti vinur Bandaríkjanna.

Og uppskar óánægju Palestínumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×