Erlent

Samkynhneigðir fái að ganga í herinn

MYND/AFP

Hommar og lesbíur sem komnar eru út úr skápnum ættu að fá að ganga í bandaríska herinn. Þetta segir æðsti maður hersins, aðmírállinn Mike Mullen, en hann hefur svarað spurningum þingnefndar í öldungadeildinni í dag. Undanfarin ár hefur reglan „Ekki spyrja, ekki segja frá," verið við lýði í hernum þar vestra, en hún gengur út á að ekki má spyrja mann hvort hann sé samkynhneigður. Þeir hermenn sem eru samkynhneigðir mega heldur ekki segja frá því.

Barack Obama hefur heitið því að afnema þessa reglu og þrátt fyrir að Mullen segi að erfitt verði að breyta reglunum þá sé það hægt. Hann ítrekaði einnig að fyrir þingnefndinni væri hann að tjá eigin skoðanir en ekki viðtekna skoðun innan hersins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×