Enski boltinn

Gazza handtekinn annan daginn í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Paul Gascoigne er í tómu rugli þessa dagana en hann var handtekinn annan daginn í röð í gær.

Í gær var hann handtekinn fyrir að vera með ólæti á hóteli. Annar maður var handtekinn með honum.

Sá er greinilega drykkjufélagi Gazza því þeir voru báðir handteknir á sunnudaginn fyrir að vera með ólæti á skyndibitastað.

Báðir voru þeir færðir til yfirheyrslu og síðan sleppt.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×