Enski boltinn

Roberto Mancini var afar ánægður með Adam Johnson í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Johnson í leiknum í kvöld.
Adam Johnson í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sagði að Adam Johnson hafi sannað það í 2-0 sigrinum á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld af hverju hann keypti hann á átta milljónir punda frá Middlesbrough.

Adam Johnson átti mjög góðan leik og fiskaði meðal annars vítið sem Carlos Tevez skoraði fyrra markið úr. Johnson bar af í annars frekar döpru City-liði sem sýndi enga Meistaradeildartakta í leiknum.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég keypti hann," sagði Roberto Mancini sáttur með kaupin sín. „Hann er ungur leikmaður sem vill gera vel. Hann getur spilað á báðum köntum sem og fyrir aftan framherjann," sagði Mancini.

„Hann getur haldið áfram að bæta sig hjá okkur og ég tel að hann verði mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×