Enski boltinn

Mido: Mamma reiddist vegna lélegs samnings

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mido í fyrsta leik sínum með West Ham.
Mido í fyrsta leik sínum með West Ham.

Egyptinn Mido er líklega á lélegustu laununum í ensku úrvalsdeildinni en hann samþykkti að spila með West Ham út leiktíðina fyrir "aðeins" 1.000 pund á viku.

„Ég veit ég er líklega á lélegustu laununum en ég var ekkert að spá í peningunum. Stundum verður maður að horfa til framtíðar og ég tel mig vera að fjárfesta í sjálfum mér," sagði Mido sem gefur eftir mikil laun til þess að spila með West Ham.

„Ég er á láni frá Middlesbrough og ætti því í raun að vera með 48 þúsund pund í vikulaun. Þetta er ansi mikil launaskerðing og mamma mín var brjáluð út í mig fyrir að gera þetta.

„Ég hef gert mistök í gegnum tíðina en ég veit að þetta var rétt ákvörðun hjá mér. Ég hef unnið mér inn mikla peninga í gegnum tíðina en nú er kominn tími til þess að sanna eitthvað fyrir sjálfum mér og stuðningsmönnum West Ham," sagði Mido.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×