Erlent

Páfi fyrirgaf árásarkonunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páfi var kominn á stjá fljótlega eftir að ráðist var á hann. Mynd/ AFP.
Páfi var kominn á stjá fljótlega eftir að ráðist var á hann. Mynd/ AFP.
Einkaritari Benedikts XVI páfa heimsótti á nýársdag konuna sem réðst á páfann í Vatíkaninu á aðfangadagskvöld. Tilgangur heimsóknarinnar var að sýna konunni, sem er 25 ára gömul, samúð með ástandi hennar.

Einkaritarinn, sem heitir Georg Gaenswein, hitti konuna á dvalarheimili fyrir fólk með geðræn vandamál, en þar er hún í haldi. Heimilið er staðsett nærri Róm.

Ítalska fréttablaðið Il Giornale segir að Gaenswein hafi fært konunni rósir og sagt að Benedikt páfi hafi fyrirgefið henni gjörðir hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×