Erlent

Sama sekt fyrir að keyra of hratt og eiga gras

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri segir að nýju lögin feli í sér mikinn sparnað fyrir Kaliforníu.
Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri segir að nýju lögin feli í sér mikinn sparnað fyrir Kaliforníu.
Stjórnvöld í Kaliforníu hafa slakað á klónni varðandi refsingar við því að eiga og neyta maríjúanna. Þeir sem teknir verða með minna en eina únsu eða um 28 grömm af marijúanna fá eftirleiðis svipaða sekt og fólk fær fyrir að aka örlítið yfir hámarkshraða, eða um ellefu þúsund krónur.

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri skrifaði undir ný lög í gær um að draga úr refsingum fyrir mariuanaeign og verða menn ekki lengur fangelsaðir fyrir að eiga lítilræði af efninu. Ríkisstjórinn sagði við undirskriftina að hann styddi ekki lögleiðingu mariuana, en nýju lögin hefðu sparnað í för með sér fyrir ríkissjóð Kaliforníu, sem rekinn er með gífurlegum halla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×