Lífið

Brand ekki nógu svalur

Brand segist bara vera gamanleikari og slíkir menn séu ekki svalir.
Brand segist bara vera gamanleikari og slíkir menn séu ekki svalir.

Breski uppistandsgrínistinn og leikarinn, Russell Brand, segist ekki geta orðið rokkstjarna. Brand leikur einmitt slíka stjörnu, sem þykir fátt jafn gaman og að skemmta sér með hjálp löglegra og ólöglegra vímuefna, í gamanmyndinni Get him to the Greek. Brand segist á hinn bóginn ekki vera nærri nógu svalur til að geta orðið rokkstjarna.

„Ég gæti aldrei unnið í þessum bransa. Ég þekki nokkrar rokkstjörnur og þær eru virkilega töff. Ég er bara gamanleikari," sagði Brand en hann og mótleikari hans, Jonah Hill, tróðu upp á gervitónleikum í Los Angeles til að kynna myndina. Brand hefur í nægu að snúast því fjölmiðlar hafa greint frá því að hann hyggist ganga að eiga unnustu sína, bandarísku söngkonuna Katy Perry, á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.