Innlent

Ísjaki sleit háspennulínu

Valur Grettisson skrifar
Rennslið eykst hægt og rólega.
Rennslið eykst hægt og rólega.

Ísjaki úr hlaupinu úr Grímsvötnum rakst í háspennumastur sem er við árfarveginn og slitnaði rafmangslína í kjölfarið. Því er rafmagnslaust á Kirkjubæjarklaustri en varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli segir starfsmenn Landsnets vinna að lagfæringum.

Byggðarlínan sló út við Gígjukvísl á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Að sögn varðstjóra lögreglunnar eru starfsmenn Landsnets að aftengja línuna, svo verður hún tengd inn á annað net. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur.

Rennslið í ánni eykst hægt og rólega. Varðstjóri segir engin fleiri mannvirki í hættu svo hann viti til. Hann segir vatnamælingamenn og lögreglu fylgjast grannt með þróun mála.

Þess má geta að engar rafmagnstruflanir eru í nærsveitum við Kirkjubæjarklaustur, þær eru eingöngu í þéttbýlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×