Björn Brynjúlfur Björnsson: Kvikmyndagerð og ferðaþjónusta Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 11. maí 2010 06:00 Kvikmyndir eru eitt öflugasta form landkynningar og hafa veruleg áhrif á straum ferðamanna um allan heim. Landkynning eins og nú á að ráðast í fyrir 700 milljónir króna er markaðsátak þar sem greitt er fyrir að koma upplýsingum til fólks í gegnum auglýsingar og önnur markaðstæki. Vandinn er sá að fólkið sem á að fá skilaboðin er eðlilega ekki alltaf áhugasamt eða móttækilegt fyrir áreitinu. Þegar þetta fólk hinsvegar horfir á kvikmyndir eða sjónvarpsefni hefur það í flestum tilfellum sjálft greitt fyrir eða lagt eitthvað á sig til að geta horft á myndina og er því bæði móttækilegt og áhugasamt. Áhrif kvikmynda á ferðamenn til Íslands hafa því miður ekki verið rannsökuð en nokkur þekkt dæmi mætti nefna. Þegar sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna voru sýndir í þýskumælandi hluta Evrópu jókst fjöldi ferðamanna frá Þýskalandi til Íslands árið eftir um 16%, um 24% frá Austurríki og um 48% frá Sviss. Þegar Börn náttúrunnar var sýnd í bíóhúsum og sjónvarpi í Japan sáu um 60 milljónir manna myndina. Sumarið eftir komu 27,8% fleiri ferðamenn frá Japan tíl Íslands en árið á undan. Samkvæmt rannsóknum koma 18% allra ferðamanna til Írlands beinlínis vegna kvikmynda. Í Danmörku er þessi tala 12% samkvæmt þarlendum rannsóknum. Ef við gefum okkur að 10% ferðamanna til Íslands komi vegna kvikmynda eru gjaldeyristekjur af þeim 15,5 milljarðar króna. Ný skýrsla um fjármögnun íslenskra kvikmynda leiðir í ljós að ríkissjóður fær, í gegnum skattkerfið, endurgreidda alla fjárfestingu sína í kvikmyndum og gott betur. Hin jákvæðu áhrif kvikmynda á ferðaþjónustuna eru því aukaafurð sem ekki kostar samfélagið neitt. Því er enn óskiljanlegri sú stefna núverandi ríkisstjórnar að skera framlög til kvikmyndasjóða niður langt umfram það sem gert er í nokkurri annarri grein. Helst má líkja þessu við að kaupa sér góðan hlaupaskó á annan fótinn – en skjóta sig í hinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kvikmyndir eru eitt öflugasta form landkynningar og hafa veruleg áhrif á straum ferðamanna um allan heim. Landkynning eins og nú á að ráðast í fyrir 700 milljónir króna er markaðsátak þar sem greitt er fyrir að koma upplýsingum til fólks í gegnum auglýsingar og önnur markaðstæki. Vandinn er sá að fólkið sem á að fá skilaboðin er eðlilega ekki alltaf áhugasamt eða móttækilegt fyrir áreitinu. Þegar þetta fólk hinsvegar horfir á kvikmyndir eða sjónvarpsefni hefur það í flestum tilfellum sjálft greitt fyrir eða lagt eitthvað á sig til að geta horft á myndina og er því bæði móttækilegt og áhugasamt. Áhrif kvikmynda á ferðamenn til Íslands hafa því miður ekki verið rannsökuð en nokkur þekkt dæmi mætti nefna. Þegar sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna voru sýndir í þýskumælandi hluta Evrópu jókst fjöldi ferðamanna frá Þýskalandi til Íslands árið eftir um 16%, um 24% frá Austurríki og um 48% frá Sviss. Þegar Börn náttúrunnar var sýnd í bíóhúsum og sjónvarpi í Japan sáu um 60 milljónir manna myndina. Sumarið eftir komu 27,8% fleiri ferðamenn frá Japan tíl Íslands en árið á undan. Samkvæmt rannsóknum koma 18% allra ferðamanna til Írlands beinlínis vegna kvikmynda. Í Danmörku er þessi tala 12% samkvæmt þarlendum rannsóknum. Ef við gefum okkur að 10% ferðamanna til Íslands komi vegna kvikmynda eru gjaldeyristekjur af þeim 15,5 milljarðar króna. Ný skýrsla um fjármögnun íslenskra kvikmynda leiðir í ljós að ríkissjóður fær, í gegnum skattkerfið, endurgreidda alla fjárfestingu sína í kvikmyndum og gott betur. Hin jákvæðu áhrif kvikmynda á ferðaþjónustuna eru því aukaafurð sem ekki kostar samfélagið neitt. Því er enn óskiljanlegri sú stefna núverandi ríkisstjórnar að skera framlög til kvikmyndasjóða niður langt umfram það sem gert er í nokkurri annarri grein. Helst má líkja þessu við að kaupa sér góðan hlaupaskó á annan fótinn – en skjóta sig í hinn.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun