Erlent

Tveir herskáir féllu í átökum

Myndir af Ali Abdulla, forseta Jemens, eru til sölu á götum höfuðborgarinnar.fréttablaðið/AP
Myndir af Ali Abdulla, forseta Jemens, eru til sölu á götum höfuðborgarinnar.fréttablaðið/AP

Tveir grunaðir hryðjuverkamenn féllu í átökum við öryggissveitir í Jemen í gær, daginn eftir að Bandaríkin og Bretland lokuðu sendiráðum sínum í landinu vegna hættu á hryðjuverkum.

Í gær var einnig tilkynnt að sendiráð Frakklands í landinu verði lokað um óákveðinn tíma.

Bandaríkin telja sig hafa vísbendingar um að hryðjuverkamenn tengdir Al Kaída ætli að gera árás í höfuðborginni Sana, hugsanlega á sendiráð Bandaríkjanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×