Erlent

Hundruð farast í hitabylgju á Indlandi

Mesta hitabylgja síðan mælingar hófust herjar nú á Indlandi. Hundruð landsmanna hafa farist í hitanum og þúsundir þjást af ýmsum fylgikvillum hitabylgjunnar.

Hitinn á norðurhluta Indlands hefur farið yfir 50 gráður á mörgum stöðum. Hefur slíkur hiti ekki mælst áður síðan að reglulegar veðurmælingar hófust í landinu seint á nítjándu öld.

Einn verst er ástandið í héraðinu Gujarat þar sem yfir hundrað manns hafa látist í hitnum og yfir 300 liggja á sjúkrahúsum með sólstingi, hitaslög og matareitrun. Staðaryfirvöld viðurkennar að þetta sé aðeins brot af þeim sem þurfa aðhlynningar því ástandið í sveitunum utan borganna í héraðinu sé mun verra en þessar tölur gefa til kynna.

Í höfuðborginni Nýju Deli hefur hitinn mest farið í 45 gráður en regnskúrir yfir helgina drógu aðeins úr mestu mollunni. Ástandið hefur leitt til þess að lestarkerfi borgarinnar, sem er með loftkælingu, er að kikna undan álaginu þar sem fólk ferðast ekki lengur í stætisvögnum og leigubílum vegna hitans.

Veðurfræðingar reikna með að ástandið geti varað út júní en þá er von á árstíðabundnum hitabeltisrigningum í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×