Hjúkrunarfræðingar og heilsugæslan - tími tækifæranna Helga Bragadóttir skrifar 14. desember 2010 05:30 Tilefni þessara skrifa er frétt sem ber yfirskriftina Hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 9. des. sl. og greinar Elsu B. Friðfinnsdóttur 10. des. sl. og Helgu Sæunnar Sveinbjörnsdóttur og Áslaugar Birnu Ólafsdóttur 11. des. sl. Vil ég taka undir orð Elsu - ekki er þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt, fremur umbætur á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni. Nú er kreppa sem krefst nýrrar hugsunar og endurskoðunar á allri nálgun okkar og atferli og fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott - tími kreppu er líka tími tækifæra, einnig í heilsugæslunni. Hugmyndir þingmannanna sem velta fyrir sér úrbótum í heilbrigðisþjónustunni lúta m.a. að því að búa til nýja heilbrigðisstétt aðstoðarmanna lækna og eða efla þátt hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni. Virtar alþjóðlegar stofnanir og ráð (s.s. ICN, IOM, WHO) vara eindregið við því að þjóðir heims reyni að ráða við vanda heilbrigðisþjónustunnar með því að búa til nýja starfshópa aðstoðarfólks. Miklu fremur beri að nýta til fullnustu þær heilbrigðisstéttir sem þegar eru starfandi. Ég held ég tali fyrir munn hjúkrunarfræðinga almennt þegar ég fullyrði að gera megi störf hjúkrunarfræðinga sýnilegri og að nýta megi betur starfskrafta þeirra hvort sem um almenna hjúkrunarfræðinga er að ræða eða sérfræðinga í hjúkrun. Eins og Elsa víkur að í grein sinni er hjúkrun í eðli sínu heilsugæsla. Öll nálgun hjúkrunar við viðfangsefni sín á samleið með hugsun heilsugæslu og forvarna. Rannsóknir frá öðrum löndum sýna að þar sem hjúkrunarfræðingar forflokka vandamál sjúklinga og veita ráðgjöf, hvort sem er við komu eða í síma, skilar miklum árangri fyrir alla. Það sparar tíma og oft fyrirhöfn sjúklinga og heilbrigðisþjónustunnar og þar með umtalsverða fjármuni. Hér á landi hefur skort áhuga og vilja til að koma slíku skilvirku ferli á enda kostunarleiðir og hvatar ekki til þess fallnir. Heilsugæslan gæti vissulega nýtt sér betur þekkingu og færni almennra hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga í hjúkrun. Þar sem umræddur vandi birtist að miklu eða einhverju leyti sem vandi heilsugæslulækna og að þeir anni ekki eftirspurn má vel hugsa sér þá breytingu á heilsugæslunni að fyrsti viðkomustaður eða samskiptaaðili sjúklings yrði hjúkrunarfræðingur sem forflokkaði vandamál sjúklings eða leysti það jafnvel. Hjúkrunarfræðingar geta tekið að sér almennt heilbrigðismat og greiningu á þörfum skjólstæðinga sem leita til heilsugæslustöðva og gera það nú þegar í einhverjum mæli. Hluti sjúklinga myndi að sjálfsagt áfram þurfa læknis við en með tilkomu sérfræðinga í hjúkrun má ætla að hluta sjúklinga yrði sinnt af þeim. Rannsóknir vestan hafs og austan sýna að árangur af störfum sérfræðinga í hjúkrun í heilsugæslu er góður. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur nú í rúman áratug boðið upp á framhaldsnám í hjúkrunarfræði og býður velkomna hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á starfa sem sérfræðingar í heilsugæslunni. Mikill áhugi og vilji er á að efla heilsugæsluna og leita nýrra leiða til að landsmenn allir geti áfram búið við örugga gæða heilbrigðisþjónustu. Ég fagna því allri frjórri umræðu stjórnmálamanna sem láta sig heilbrigðisþjónustuna og gæði hennar varða og heilsugæsluna sem málið snýst um og bendi á að Hjúkrunarfræðideild er sannarlega reiðubúin til samstarfs við að koma auga á tækifærin innan heilsugæslunnar með öflugri aðkomu hjúkrunarfræðinga landi og þjóð til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er frétt sem ber yfirskriftina Hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 9. des. sl. og greinar Elsu B. Friðfinnsdóttur 10. des. sl. og Helgu Sæunnar Sveinbjörnsdóttur og Áslaugar Birnu Ólafsdóttur 11. des. sl. Vil ég taka undir orð Elsu - ekki er þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt, fremur umbætur á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni. Nú er kreppa sem krefst nýrrar hugsunar og endurskoðunar á allri nálgun okkar og atferli og fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott - tími kreppu er líka tími tækifæra, einnig í heilsugæslunni. Hugmyndir þingmannanna sem velta fyrir sér úrbótum í heilbrigðisþjónustunni lúta m.a. að því að búa til nýja heilbrigðisstétt aðstoðarmanna lækna og eða efla þátt hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni. Virtar alþjóðlegar stofnanir og ráð (s.s. ICN, IOM, WHO) vara eindregið við því að þjóðir heims reyni að ráða við vanda heilbrigðisþjónustunnar með því að búa til nýja starfshópa aðstoðarfólks. Miklu fremur beri að nýta til fullnustu þær heilbrigðisstéttir sem þegar eru starfandi. Ég held ég tali fyrir munn hjúkrunarfræðinga almennt þegar ég fullyrði að gera megi störf hjúkrunarfræðinga sýnilegri og að nýta megi betur starfskrafta þeirra hvort sem um almenna hjúkrunarfræðinga er að ræða eða sérfræðinga í hjúkrun. Eins og Elsa víkur að í grein sinni er hjúkrun í eðli sínu heilsugæsla. Öll nálgun hjúkrunar við viðfangsefni sín á samleið með hugsun heilsugæslu og forvarna. Rannsóknir frá öðrum löndum sýna að þar sem hjúkrunarfræðingar forflokka vandamál sjúklinga og veita ráðgjöf, hvort sem er við komu eða í síma, skilar miklum árangri fyrir alla. Það sparar tíma og oft fyrirhöfn sjúklinga og heilbrigðisþjónustunnar og þar með umtalsverða fjármuni. Hér á landi hefur skort áhuga og vilja til að koma slíku skilvirku ferli á enda kostunarleiðir og hvatar ekki til þess fallnir. Heilsugæslan gæti vissulega nýtt sér betur þekkingu og færni almennra hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga í hjúkrun. Þar sem umræddur vandi birtist að miklu eða einhverju leyti sem vandi heilsugæslulækna og að þeir anni ekki eftirspurn má vel hugsa sér þá breytingu á heilsugæslunni að fyrsti viðkomustaður eða samskiptaaðili sjúklings yrði hjúkrunarfræðingur sem forflokkaði vandamál sjúklings eða leysti það jafnvel. Hjúkrunarfræðingar geta tekið að sér almennt heilbrigðismat og greiningu á þörfum skjólstæðinga sem leita til heilsugæslustöðva og gera það nú þegar í einhverjum mæli. Hluti sjúklinga myndi að sjálfsagt áfram þurfa læknis við en með tilkomu sérfræðinga í hjúkrun má ætla að hluta sjúklinga yrði sinnt af þeim. Rannsóknir vestan hafs og austan sýna að árangur af störfum sérfræðinga í hjúkrun í heilsugæslu er góður. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur nú í rúman áratug boðið upp á framhaldsnám í hjúkrunarfræði og býður velkomna hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á starfa sem sérfræðingar í heilsugæslunni. Mikill áhugi og vilji er á að efla heilsugæsluna og leita nýrra leiða til að landsmenn allir geti áfram búið við örugga gæða heilbrigðisþjónustu. Ég fagna því allri frjórri umræðu stjórnmálamanna sem láta sig heilbrigðisþjónustuna og gæði hennar varða og heilsugæsluna sem málið snýst um og bendi á að Hjúkrunarfræðideild er sannarlega reiðubúin til samstarfs við að koma auga á tækifærin innan heilsugæslunnar með öflugri aðkomu hjúkrunarfræðinga landi og þjóð til heilla.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar